Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 11:30 Moskítóflugan er náskyld lúsmýinu svo það er spurning hvort von sé á þeim flugum hingað til lands á næstu árum. vísir/getty Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00