Eitt hundrað og fjögur ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 06:00 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennréttindafélags Íslands „Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í dag er haldinn hátíðlegur víða um land kvenréttindadagur íslenskra kvenna, en 104 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi. Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara náð 85% jafnrétti. Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti,“ segir Brynhildur og bætir því við að mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. „Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.“ Brynhildur segir það hafa verið grundvallarsigur í baráttu íslenskra kvenna þegar þær fengu loks kosningarétt. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.“ Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í borginni í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hátíðarfundur verður á Hallveigarstöðum og femínísk gleðistund verður haldin á Skúla Craftbar. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í dag er haldinn hátíðlegur víða um land kvenréttindadagur íslenskra kvenna, en 104 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi. Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara náð 85% jafnrétti. Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti,“ segir Brynhildur og bætir því við að mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. „Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.“ Brynhildur segir það hafa verið grundvallarsigur í baráttu íslenskra kvenna þegar þær fengu loks kosningarétt. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.“ Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í borginni í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hátíðarfundur verður á Hallveigarstöðum og femínísk gleðistund verður haldin á Skúla Craftbar.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent