Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 16:12 Forsetahjónin ásamt ellefu manns sem fagna 100 ára afmæli á árinu. Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær. Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því.Vísir/VilhelmHlustað var á ræðuhöld og fagra tóna.Vísir/VilhelmGlatt á hjalla.Vísir/VilhelmÍbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar.Vísir/VilhelmMargir voru klæddir í sitt fínasta púss.Vísir/VilhelmBlóm og íslenski fáninn voru á hverju borði.Vísir/VilhelmJóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst.Vísir/VilhelmGuðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar.Vísir/Vilhelm Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær. Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því.Vísir/VilhelmHlustað var á ræðuhöld og fagra tóna.Vísir/VilhelmGlatt á hjalla.Vísir/VilhelmÍbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar.Vísir/VilhelmMargir voru klæddir í sitt fínasta púss.Vísir/VilhelmBlóm og íslenski fáninn voru á hverju borði.Vísir/VilhelmJóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst.Vísir/VilhelmGuðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar.Vísir/Vilhelm
Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira