75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. júní 2019 07:00 Almenningi býðst að heimsækja Stjórnarráðshúsið í dag. FBL Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00