Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 19:00 Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira