Heiðruðu Rúnar fyrir framlag til Helgafellsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 12:09 Frá toppi Helgarfells í gær. Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær. Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær.
Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira