Vilja sleppa Húsdýragarðskópnum í haust Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 15:42 Nú stefnir í að þessi nýfæddi kópur muni verða sá fyrsti sem fer ekki í refafóður heldur sleppi úr Húsdýragarðinum syndandi. visir/vilhelm Urtan Kobba, sem býr í Húsdýragarðinum, kæpti aðfaranótt þriðjudags. Kópinn á enn á eftir að kyngreina en hann reynir hvað hann getur að fylgja móður sinni hvert sem hún fer milli þess sem hann þiggur mjólkursopa. Faðirinn er brimillinn Snorri. Vísir ræddi við Þorkel Heiðarsson í tilefni af þessum viðburði en hann er sjávarlíffræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum. Og hafsjór af fróðleik um selinn. Selahaldið í Húsdýragarðinum á sér langa sögu og hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu. Þorkell Heiðarsson vill sleppa kópnum á haf út í haust. En, áður en til þess kemur þarf í mörg horn að líta. Bæði er laugin talin full smá fyrir þá þrjá seli, tvær urtur og einn brimil, sem þarna hafa búið allt frá upphafi opnunar Húsdýragarðsins, þeir eru um þrítugt fæddir 1988 og svo þykir mörgum það heldur grimmilegt að kóparnir séu aflífaðir þegar þeir eru komnir á legg; en ekki er aðstaða til að halda fleiri seli en þessa þrjá sem hafa verið þarna í þrjátíu ár. Telur vert að stækka laugina Þorkell segir tímana breytta. Það sé æskilegt að selatjörnin verði stækkuð og hún dýpkuð svo selirnir geti kafað. „Mikilvægt er að garðurinn sé í fararbroddi í umönnun dýra sem þar eru. Við megum ekki vera aðili sem rekur lestina. Við eigum að sýna frumkvæði í að vera með góða aðstöðu og betri en gengur og gerist. Það er mín sýn á málið almennt,“ segir Þorkell en gagnrýni sem snýr að selalauginni spratt upp í kjölfar þess að hundur Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns twítaði um málið, að sögn Þorkels. Það mál er í athugun og vonandi verður hægt að fara í þær framkvæmdir áður en langt um líður. Hinn nýfæddi kópur. Hann nýtur umönnunar móður sinnar fyrst um sinn en fljótlega bítur hún hann af sér og þá verður hann að bjarga sér sjálfur. Hann mun ekki búa heima til fimmtugs, eins og þar stendur.visir/vilhelm Hitt er snýr að slátrun kópa, sem þá eru í sögu Húsdýragarðsins orðnir um 30 talsins, er flóknara mál. Þar um ríkir nokkur lagaóvissa, að sögn Þorkels. Því lögum samkvæmt er ólöglegt að sleppa dýrum sem hafa verið í haldi manna út í náttúruna. Þorkell segir anda laganna þann að það snúi þá að gæludýrum sem ekki eigi möguleika á að bjarga sér sjálf í náttúrunni. Það geti varla átt við um villt dýr. Og Þorkell vill gjarnan sleppa kópunum á haf út að hausti. Selurinn var illa séður á árum áður Nú eru breyttir tímar. Þorkell segir að fólk verði að athuga að þegar garðurinn var opnaður var selurinn talinn meindýr við strandir landsins. Menn töluðu þá um hringorma og stórfelldan skaða sem selurinn gat unnið í ám og við að éta úr netum. Menn fengu borgað fyrir að skjóta sel. Og ekki skorti selinn, samkvæmt talningu Hafrannsóknarstofnunar var stofninn talinn um 33 þúsund dýr um 1980. Landselurinn hefur síðan verið á hröðu undanhaldi og nú er svo komið að stofninn er hruninn. Telur aðeins rúmlega 7 þúsund dýr. Landselurinn hefur verið settur á válista. Stofninn er 77 prósentum minni en 1980 og 36 prósentum undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda. Nærtækustu skýringar á fækkun landsels eru taldar óbeinar veiðar og þá ekki síður óhagstæðar umhverfisbreytingar í hafi. Þorkell telur það því hið besta mál að sleppa kópunum. Sjálfur gerði hann litla rannsókn á tveimur kópum, hvort þeir gætu lært að veiða lifandi fisk og það vafðist ekki fyrir þeim. „Veiðieðlið er mjög ríkt í þeim,“ segir Þorkell. Ekki eins og með mannfólkið sem býr heima von úr viti Margir telja það ómannúðlegt að sleppa kópum út í náttúruna án stuðnings móður sinnar. En, þær áhyggjur eru úr lausu lofti gripnar. Urturnar bíta kópana af sér þegar þær hafa fengið nóg. Eftir um tvo mánuði. Þá verða þeir að spjara sig sjálfir. „Fólk heldur að kóparnir séu undir verndarvæng móðurinnar frameftir aldri en það er ekki. Þetta eru ekki eins og unglingar sem eru heima hjá móður sinni til fimmtugs. Harður heimur,“ segir Þorkell sem telur að ágætt væri að sleppa selnum í september. Ef fer sem horfir verður þessi nýfæddi kópur sá fyrsti sem sleppur þaðan syndandi. „Við höfum þrjá möguleika í stöðunni. a) Slátra kópunum. b) Koma í veg fyrir að selirnir fjölgi sér en þá tökum við frá þeim ákveðna lífsánægju sem þeir hafa búið að. c) og svo sleppa kópunum sem ekki var í boði áður. Nú væri hins vegar ekkert að því.“ Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. 23. apríl 2019 12:27 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Urtan Kobba, sem býr í Húsdýragarðinum, kæpti aðfaranótt þriðjudags. Kópinn á enn á eftir að kyngreina en hann reynir hvað hann getur að fylgja móður sinni hvert sem hún fer milli þess sem hann þiggur mjólkursopa. Faðirinn er brimillinn Snorri. Vísir ræddi við Þorkel Heiðarsson í tilefni af þessum viðburði en hann er sjávarlíffræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum. Og hafsjór af fróðleik um selinn. Selahaldið í Húsdýragarðinum á sér langa sögu og hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu. Þorkell Heiðarsson vill sleppa kópnum á haf út í haust. En, áður en til þess kemur þarf í mörg horn að líta. Bæði er laugin talin full smá fyrir þá þrjá seli, tvær urtur og einn brimil, sem þarna hafa búið allt frá upphafi opnunar Húsdýragarðsins, þeir eru um þrítugt fæddir 1988 og svo þykir mörgum það heldur grimmilegt að kóparnir séu aflífaðir þegar þeir eru komnir á legg; en ekki er aðstaða til að halda fleiri seli en þessa þrjá sem hafa verið þarna í þrjátíu ár. Telur vert að stækka laugina Þorkell segir tímana breytta. Það sé æskilegt að selatjörnin verði stækkuð og hún dýpkuð svo selirnir geti kafað. „Mikilvægt er að garðurinn sé í fararbroddi í umönnun dýra sem þar eru. Við megum ekki vera aðili sem rekur lestina. Við eigum að sýna frumkvæði í að vera með góða aðstöðu og betri en gengur og gerist. Það er mín sýn á málið almennt,“ segir Þorkell en gagnrýni sem snýr að selalauginni spratt upp í kjölfar þess að hundur Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns twítaði um málið, að sögn Þorkels. Það mál er í athugun og vonandi verður hægt að fara í þær framkvæmdir áður en langt um líður. Hinn nýfæddi kópur. Hann nýtur umönnunar móður sinnar fyrst um sinn en fljótlega bítur hún hann af sér og þá verður hann að bjarga sér sjálfur. Hann mun ekki búa heima til fimmtugs, eins og þar stendur.visir/vilhelm Hitt er snýr að slátrun kópa, sem þá eru í sögu Húsdýragarðsins orðnir um 30 talsins, er flóknara mál. Þar um ríkir nokkur lagaóvissa, að sögn Þorkels. Því lögum samkvæmt er ólöglegt að sleppa dýrum sem hafa verið í haldi manna út í náttúruna. Þorkell segir anda laganna þann að það snúi þá að gæludýrum sem ekki eigi möguleika á að bjarga sér sjálf í náttúrunni. Það geti varla átt við um villt dýr. Og Þorkell vill gjarnan sleppa kópunum á haf út að hausti. Selurinn var illa séður á árum áður Nú eru breyttir tímar. Þorkell segir að fólk verði að athuga að þegar garðurinn var opnaður var selurinn talinn meindýr við strandir landsins. Menn töluðu þá um hringorma og stórfelldan skaða sem selurinn gat unnið í ám og við að éta úr netum. Menn fengu borgað fyrir að skjóta sel. Og ekki skorti selinn, samkvæmt talningu Hafrannsóknarstofnunar var stofninn talinn um 33 þúsund dýr um 1980. Landselurinn hefur síðan verið á hröðu undanhaldi og nú er svo komið að stofninn er hruninn. Telur aðeins rúmlega 7 þúsund dýr. Landselurinn hefur verið settur á válista. Stofninn er 77 prósentum minni en 1980 og 36 prósentum undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda. Nærtækustu skýringar á fækkun landsels eru taldar óbeinar veiðar og þá ekki síður óhagstæðar umhverfisbreytingar í hafi. Þorkell telur það því hið besta mál að sleppa kópunum. Sjálfur gerði hann litla rannsókn á tveimur kópum, hvort þeir gætu lært að veiða lifandi fisk og það vafðist ekki fyrir þeim. „Veiðieðlið er mjög ríkt í þeim,“ segir Þorkell. Ekki eins og með mannfólkið sem býr heima von úr viti Margir telja það ómannúðlegt að sleppa kópum út í náttúruna án stuðnings móður sinnar. En, þær áhyggjur eru úr lausu lofti gripnar. Urturnar bíta kópana af sér þegar þær hafa fengið nóg. Eftir um tvo mánuði. Þá verða þeir að spjara sig sjálfir. „Fólk heldur að kóparnir séu undir verndarvæng móðurinnar frameftir aldri en það er ekki. Þetta eru ekki eins og unglingar sem eru heima hjá móður sinni til fimmtugs. Harður heimur,“ segir Þorkell sem telur að ágætt væri að sleppa selnum í september. Ef fer sem horfir verður þessi nýfæddi kópur sá fyrsti sem sleppur þaðan syndandi. „Við höfum þrjá möguleika í stöðunni. a) Slátra kópunum. b) Koma í veg fyrir að selirnir fjölgi sér en þá tökum við frá þeim ákveðna lífsánægju sem þeir hafa búið að. c) og svo sleppa kópunum sem ekki var í boði áður. Nú væri hins vegar ekkert að því.“
Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. 23. apríl 2019 12:27 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. 23. apríl 2019 12:27