Allt eftirlit hert vegna veiðiþjófa við Elliðaár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2019 06:15 Spígsporað með veiðistöng á brúnni við Geirsnef. Mynd/Ólafur Jóhannsson „Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira