Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 23:06 Sjálfstæðisfélagið segir fjárhagslegar forsendur ekki liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar. Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar.
Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00
Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15