Þegar Rúnar Júlíusson hótaði að flytja burt úr Keflavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:00 Rúnar Júlíusson, einnig þekktur sem Rúnni Júl, var bassaleikari hljómsveitarinnar Hljóma. Hann var gallharður Keflvíkingur. Fréttablaðið/ Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“ Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“
Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira