Handbolti

Kaflaskiptur leikur í sigri á Argentínu

Anton Ingi Leifsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Haukur Þrastarson er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu.
Haukur Þrastarson er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu. vísir/epa
Íslenska 21 árs landsliðið vann þriggja marka sigur, 23-20, á Argentínu á æfingarmóti í Portúgal í dag.

Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liðsins fyrir HM á Spáni sem hefst um miðjan júní. Ísland spilar líka við Japan og Portúgal.

Argentínumenn voru öflugir í fyrri hálfleik og voru meðal annars einu marki yfir eftir stundarfjórðung, 5-4. Einar Andri Einarsson, þjálfari Íslands, tók þá leikhlé.

Eftir leikhlé hrökk íslenska liðið í gang. Við tók 6-1 kafli fyrir hálfleik og Ísland leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 10-7.

Sami kraftur var í íslensku strákunum í síðari hálfleik og náðu þeir mest sjö marka forystu. Argentína náði hægt og rólega og minnka muninn en leikurinn óþarflega spennandi undir lokin.

Strákarnir stóðu þó af sér áhlaup Argentínumanna og unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20.

Næsti leikur strákanna er gegn Japan á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×