Handbolti

Sandra og fé­lagar sterkari á taugum í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir í leik með íslenska landsliðnu á HM í handbolta.
Sandra Erlingsdóttir í leik með íslenska landsliðnu á HM í handbolta. IHF

Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er að koma til baka eftir barnsburð og hjálpaði sínu liði að vinna flottan útisigur í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Sandra og félagar í Metzingen unnu þá tveggja marka sigur á Oldenburg, 26-24. Með sigrinum minnkuðu þær forskot Oldenburg í tvö stig en þær eru fyrir ofan þær í sjötta sætinu.

Metzingen skoraði tvö síðustu mörk leiksins og vann síðust sextán mínúturnar 6-3.

Sandra var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í leiknum.

Sandra lét til sín taka í lokin og kom Metzingen meðal annars yfir í 24-23 á spennandi lokakafla.

Bæði mörkin hennar í leiknum komu úr vítum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×