Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 16:36 Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum fyrr í vetur Vísir/EPA Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var í eldlínunni með liði Blomberg-Lippe sem tók á móti franska liðinu Dijon í fyrstu umferð Evrópudeildar kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Blomberg-Lippe í Lemgo en um var að ræða fyrsta leik liðanna í riðlakeppninni. Liðin leika í C-riðli ásamt pólska liðinu Zaglebie Lubin og Mosonmagyaróvári frá Ungverjalandi. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Gestirnir frá Dijon byrjuðu betur og voru með tveggja til þriggja marka forskot lengst af í fyrri hálfleiknum en í stöðunni 11-9 fyrir Dijon náðu heimakonur 5-1 áhlaupi og komust 14-12 yfir. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Blomberg-Lippe og var Díana Dögg komin með tvö mörk. Blomberg-Lippe var áfram með forystuna í síðari hálfleiknum. Þær komust mest þremur mörkum yfir en um miðjan hálfleik náði lið Dijon að jafna metin og komast yfir í stöðunni 25-24. Heimakonur voru hins vegar mun sterkari á lokakaflanum. Þær náðu 7-2 kafla og tryggðu sér sigur í leiknum. Lokatölur 35-30 og góður sigur Blomberg-Lippe í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Díana Dögg skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe í leiknum en hún gekk til liðs við félagið í sumar. Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Blomberg-Lippe í Lemgo en um var að ræða fyrsta leik liðanna í riðlakeppninni. Liðin leika í C-riðli ásamt pólska liðinu Zaglebie Lubin og Mosonmagyaróvári frá Ungverjalandi. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Gestirnir frá Dijon byrjuðu betur og voru með tveggja til þriggja marka forskot lengst af í fyrri hálfleiknum en í stöðunni 11-9 fyrir Dijon náðu heimakonur 5-1 áhlaupi og komust 14-12 yfir. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Blomberg-Lippe og var Díana Dögg komin með tvö mörk. Blomberg-Lippe var áfram með forystuna í síðari hálfleiknum. Þær komust mest þremur mörkum yfir en um miðjan hálfleik náði lið Dijon að jafna metin og komast yfir í stöðunni 25-24. Heimakonur voru hins vegar mun sterkari á lokakaflanum. Þær náðu 7-2 kafla og tryggðu sér sigur í leiknum. Lokatölur 35-30 og góður sigur Blomberg-Lippe í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Díana Dögg skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe í leiknum en hún gekk til liðs við félagið í sumar.
Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira