Persónuleg lög í poppbúning Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. júní 2019 10:30 Hildur með Whippet-hundinum Uglu. Fréttablaðið/Valli Í dag kemur út EP-platan Intuition með tónlistarkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur, eða bara Hildur eins og hún er oftast nefnd. Á plötunni eru fimm lög sem hafa komið út jafnt og þétt síðustu misseri, en í dag fylgir þeim svo síðasta lagið, Work. Hildur segir lagið vera algjört sumarlag og hefur það mun léttari undirtón en hin fjögur lögin á Intuition. „Platan var tekin upp í Bergen af pródúsernum Simen Hope. Ég kynntist honum í lagasmíðabúðum í Þýskalandi og við fundum strax að við gætum unnið vel saman. Nafnið á plötunni, Intuition, kemur frá því hve mikið ég reyni að treysta alltaf á innsæið í öllu sem ég geri.“ Hún segir öll lögin eiga það sameiginlegt að vera um það hvað innsæið skipti hana miklu máli í lífinu. „Ég reyni alltaf að fylgja því en það getur oft verið erfitt og flókið. Á endanum borgar það sig samt alltaf. Lögin eru mjög persónuleg. Eitt er um kvíða sem ég var að takast á við. Lagið 1993 fjallar um draum minn þegar ég var barn um að verða tónlistarkona þegar ég yrði stór og hvernig það er að upplifa í raun þann draum rætast.“ Lagið Picture Perfect fjallar um samfélagsmiðla og slæm áhrif sem þeir geta haft. „Það fjallar í raun um óraunhæfar kröfur sem við upplifum sum vegna samfélagsmiðla. Þannig að mörg laganna fjalla um persónulega hluti en eru í poppbúningi, sem mér finnst skemmtilegur kontrast. En lagið Work sem kemur út í dag er lang hressasta lagið og ég beið alveg viljandi með að gefa það út þar til nú um sumar.“ Intuition og sumarsmellinn Work er hægt að nálgast á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingafans á Eurosonic-hátíðinni Sjö Íslendingar spila á hátíðinni ásamt því að taka við verðlaunum og koma fram í þýsku sjónvarpi. 11. janúar 2019 09:00 Hildur samdi tvö lög með Loreen Söngkonan Hildur er í Los Angeles að semja nýja tónlist. 3. maí 2018 15:45 Hildur frumsýnir nýtt myndband: „Búið að vera fáránlega gott ár“ Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. 5. júlí 2017 11:30 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Í dag kemur út EP-platan Intuition með tónlistarkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur, eða bara Hildur eins og hún er oftast nefnd. Á plötunni eru fimm lög sem hafa komið út jafnt og þétt síðustu misseri, en í dag fylgir þeim svo síðasta lagið, Work. Hildur segir lagið vera algjört sumarlag og hefur það mun léttari undirtón en hin fjögur lögin á Intuition. „Platan var tekin upp í Bergen af pródúsernum Simen Hope. Ég kynntist honum í lagasmíðabúðum í Þýskalandi og við fundum strax að við gætum unnið vel saman. Nafnið á plötunni, Intuition, kemur frá því hve mikið ég reyni að treysta alltaf á innsæið í öllu sem ég geri.“ Hún segir öll lögin eiga það sameiginlegt að vera um það hvað innsæið skipti hana miklu máli í lífinu. „Ég reyni alltaf að fylgja því en það getur oft verið erfitt og flókið. Á endanum borgar það sig samt alltaf. Lögin eru mjög persónuleg. Eitt er um kvíða sem ég var að takast á við. Lagið 1993 fjallar um draum minn þegar ég var barn um að verða tónlistarkona þegar ég yrði stór og hvernig það er að upplifa í raun þann draum rætast.“ Lagið Picture Perfect fjallar um samfélagsmiðla og slæm áhrif sem þeir geta haft. „Það fjallar í raun um óraunhæfar kröfur sem við upplifum sum vegna samfélagsmiðla. Þannig að mörg laganna fjalla um persónulega hluti en eru í poppbúningi, sem mér finnst skemmtilegur kontrast. En lagið Work sem kemur út í dag er lang hressasta lagið og ég beið alveg viljandi með að gefa það út þar til nú um sumar.“ Intuition og sumarsmellinn Work er hægt að nálgast á Spotify og öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingafans á Eurosonic-hátíðinni Sjö Íslendingar spila á hátíðinni ásamt því að taka við verðlaunum og koma fram í þýsku sjónvarpi. 11. janúar 2019 09:00 Hildur samdi tvö lög með Loreen Söngkonan Hildur er í Los Angeles að semja nýja tónlist. 3. maí 2018 15:45 Hildur frumsýnir nýtt myndband: „Búið að vera fáránlega gott ár“ Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. 5. júlí 2017 11:30 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Íslendingafans á Eurosonic-hátíðinni Sjö Íslendingar spila á hátíðinni ásamt því að taka við verðlaunum og koma fram í þýsku sjónvarpi. 11. janúar 2019 09:00
Hildur samdi tvö lög með Loreen Söngkonan Hildur er í Los Angeles að semja nýja tónlist. 3. maí 2018 15:45
Hildur frumsýnir nýtt myndband: „Búið að vera fáránlega gott ár“ Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. 5. júlí 2017 11:30