Lífið

Tæknifræðigimp brunaði í gegnum Egilsstaði með grímuna hennar Yrsu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórður Þorsteinsson klæddur í leður frá toppi til táar og auðvitað með hjálminn á sínum stað.
Þórður Þorsteinsson klæddur í leður frá toppi til táar og auðvitað með hjálminn á sínum stað. Verkís
Þórður Þorsteinss, hjólreiðakappi í liði verkfræðistofunnar Verkís í WOW Cyclothon, var klæddur í leður frá toppi til táar á leið sinni í gegnum Egilsstaði í dag. Þórður hafði lofað að skella sér í fötin og setja á sig leðurgrímu ef liðinu tækist að safna 200 þúsund krónum áður en liðið næði til Akureyrar.

Markmiðið hafðist reyndar ekki áður en liðið kom í höfuðstað norðursins svo samið var um frest til Egilsstaða. Og þá náðist markmiðið. Þórður var klæddur leðri frá toppi til táar og með leðurgrímu sem mun vera í eigu rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur, starfsmanns Verkís.

„Við vildum leggja okkar að mörkum svo að það safnist sem mest fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal,“ segir Lára Halla Sigurðardóttir hjá Verkís.

Í ár er keppt í nokkrum flokkum í WOW cyclothon. Einstaklingsflokki, Hjólakrafti, tíu manna liðum og fjögurra manna liðum. Verkís teflir fram tíu manna liði og eru allir hjólreiðakapparnir starfsmenn Verkís.

Sumarbúðirnar í Reykjadal eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Árlega koma um 250 börn og ungmenni í dvöl, en dvalargestir eiga það allir sameiginlegt að eiga ekki völ á hefðbundinni sumardvöl vegna fötlunar. Markmið Reykjadals er að gefa þeim sem þurfa sérstaka þjónustu kost á að njóta þeirra upplifana og ævintýra sem slíkar dvalir fela í sér. 


Tengdar fréttir

Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur

Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×