Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Trump undirritaði tilskipun um nýjar þvinganir fyrr í vikunni. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49