A-ha u-hm já ég veit Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2019 13:30 Tónlistargagnrýnandi Vísis var endanlega skírður til rappsins þegar Black Eyed Peas tóku til við að trylla lýðinn. Boom, boom, boom. Alec Donnell Luna Ég fór á Secret Solstice í fyrsta skipti nú um helgina. Sem var heilmikil upplifun. Og uppvakning í frásögur færandi. Sko, áður en lengra er haldið og til útskýringar er það svo að ég var 19 í alveg tuttugu ár. Varð svo 27 um daginn. En, yngdist við þetta alveg um ein fjögur ár. Og er 23 núna. Bakslag. Ég hef auðvitað álpast á tónleika af og til í gegnum tíðina og einkum þegar þessir helstu hafa komið til landsins. Misgóðir. Lou Reed heitinn var til dæmis ekki eins góður gítarleikari og hann hélt sjálfur, Bowie var flottur og sjálfum sér líkur en Van Morrisson var eins og rjóður og bollulegur bóndi úr Biskupstungum og svo framvegis. Og svo sá ég Paul, Mozart 20. aldarinnar, á Anfield fyrir um 10 árum.Allir á rassgatinu í Atlavík En, ég hef ekki farið mikið á svona tónlistarhátíðir í seinni tíð. Rámar í Atlavík en þangað fór ég þrisvar í beit; sem var stórkostleg skemmtun. Með þá reynslu í farteskinu verður að segjast að Solstice kom mér í opna skjöldu. Þarna sá varla vín né dóp á nokkrum manni sem heitið getur. Meðan sá sem var edrú í Atlavík skar sig úr eins og hvítur hrafn á hrafnaþingi. Nánast hver kjaftur á eyrnasneplunum veltandi um brekkur hver um annan þveran. Held samt að engum hafi orðið meint af.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Alec Donnell LunaÍ þeim samanburði er hjákátlegt og fáránlegt í raun að tala um að þetta og þetta mörg fíknefnamál hafi komið upp á Secret Solstice þegar um er að ræða einhverja einstaklinga böstaða með vörsluskammta. Með ærinni fyrirhöfn og tilfallandi hysteríu. Ekki beinlínis eins og þarna hafi sérsveitin verið að uppræta umfangsmikla og grjótharða eiturlyfjahringa, sem eru einmitt helstu stuðningsmenn núverandi fyrirkomulags í baráttu við fíkniefnin. Hvað er verið að eltast við þetta? Vandinn við að rembast við að díla við þetta er löngu orðinn miklu meiri en vandinn sem menn telja sig vera að díla við. Er einhver að segja að ef ekki væri tónlistarhátíð þá væri engin neysla? Það stenst ekki orsakasamhengi og afleiðslu í 101 heimspekiáfanga.Orðinn rapphundur á gamals aldri Nema, ég sá á litla sviðinu einhvern flokk af röppurum og komst að því mér til furðu að ungdóminn allur kunni textana við tónlist sem var mér fullkomlega framandi. „A-ha, a-ha, já ég veit. A-ha, u-hm, já ég veit." Ég hef ekki gefið rappinu neinn sjéns, aldrei, en verð að éta hatt minn.Þetta er heilmikil sena og þegar Foreign Beggars tróðu upp á stóra sviðinu var teningunum kastað. Black Eyed Peas negldu svo þann díl. Ég er farinn að hlusta á rapp, takk fyrir. Sem eru fréttir. Hoppaði í leddaranum og á rokkbomsunum og öskraði: Boom, boom, boom. Hefði þurft að vera í hettupeysu og á körfuboltaskóm. Við hipphoppararnir kunnum svo vel að meta það þegar okkar eigin Aron Can birtist í miðri dagskrá Black Eyed Peas og rappaði sína Fullu vasa.Spámennirnir Patti og Róbert Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Patti Smith, hef verið þjakaður þeirri ranghugmynd að hún sé einhvers konar viðhengi í rokksögunni. En, þurfti að éta það ofan í mig eins og svo margt annað þegar ég sá hana svo á sunnudagskvöldinu á Solstice. Þessi um það bil 75 ára gamla kona gaf ekki þumlung eftir, var ferlega flott. Og Robert Plant með geggjað band; ekki beinlínis eins og hann væri á grafarbakkanum. Glænýir hipphopparar og gamlir hippar voru með tárin í augunum þegar hann, maðurinn sem lagði línuna fyrir þungarokkið allt með sinni einstæðu röddu sem hvergi var farin að gefa sig, kyrjaði ný lög í bland við gamalt efni frá Led Zeppelin-árunum.Patti Smith, komin átt á áttræðisaldur var í fanta formi, sem spámaður send til að boða yður mikinn fögnuð. Rokkið er eilíft og hálfgert yngingarmeðal.fbl/anton brinkHvað getur maður sagt? Þessi tvö, Plant og Patti, voru eins og spámenn, send til að sýna okkur að rokkið er eilíft, heilandi fyrirbæri og tími er afstæður. Ástæðulaust að óttast. Ég á frænku sem er á sama aldri og Patti, grandvara sem hefur lifað heilsusamlegu lífi alla tíð. Hún er sæmilega ern, en með fullri virðingu á ég erfitt með að sjá hana fyrir mér á sviðinu í þessum gír. Það er í það minnsta ekki rokkið sjálft sem gerir fólk hrumt, nema þau tvö hafi gert samning við þann svarta sjálfan? Best að útiloka ekkert í þeim efnum. Plant sagði áhorfendum í upphafi sinna tónleika að hann hafi spilað á eftirminnilegum tónleikum í næsta húsi [Laugardalshöllinni]. Nanna dóttir mín spurði mig hvort ég hefði verið þar? 1970? Næstum því. Næstum því, góða mín.Fjöður í hatt Reykjavíkurborgar Með öðrum orðum og til að gera langa sögu stutta var allt þetta til hinnar mestu fyrirmyndar. Ég hitti Pawel í góðum gír og Dagur B. var þarna í góðum fílíng með regnhlíf sem hækju. Var kannski ekki að taka hipphoppið á þetta eins og ég alla leið en dillaði sér í takt. Engin Vigdís samt.Nýjir hipphopparar og gamlir hippar felldu tár þegar Robert Plant kom og sýndi að röddin sem lagði línuna fyrir þungarokkið allt er í engu farin að gefa sig.Alec Donnell LunaEn, ég trúi ekki öðru en upplifun þeirra borgarfulltrúa hafi verið í samræmi við mína. Svæðið sjálft hentar einkar vel fyrir hátíð af þessu tagi. Ungdómurinn sem og aðrir gestir gengu vel um og hreinsunardeildin fljót að grípa inní ef einhver missti gosglas í grasið. Lærdómurinn er í raun sá að þeir hinir fullorðnu sem voru á rassgatinu í Atlavík fyrir 30 árum plús en vilja nú hafa vit fyrir yngri kynslóðinni eru hreinlega kjánalegir í því bauki sínu. Niðurstaðan er sú að að það hljóti að vera fín fjöður í hattinn fyrir Reykjavík að vera með tónlistarhátíð af þessu kaliberi á dagskrá innan sinna borgarmarka.Íslensku rappararnir voru svalir og áttu hvert bein í tónleikagestum. Ungum sem öldnum.Berglaug Garðarsdóttir Secret Solstice Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ég fór á Secret Solstice í fyrsta skipti nú um helgina. Sem var heilmikil upplifun. Og uppvakning í frásögur færandi. Sko, áður en lengra er haldið og til útskýringar er það svo að ég var 19 í alveg tuttugu ár. Varð svo 27 um daginn. En, yngdist við þetta alveg um ein fjögur ár. Og er 23 núna. Bakslag. Ég hef auðvitað álpast á tónleika af og til í gegnum tíðina og einkum þegar þessir helstu hafa komið til landsins. Misgóðir. Lou Reed heitinn var til dæmis ekki eins góður gítarleikari og hann hélt sjálfur, Bowie var flottur og sjálfum sér líkur en Van Morrisson var eins og rjóður og bollulegur bóndi úr Biskupstungum og svo framvegis. Og svo sá ég Paul, Mozart 20. aldarinnar, á Anfield fyrir um 10 árum.Allir á rassgatinu í Atlavík En, ég hef ekki farið mikið á svona tónlistarhátíðir í seinni tíð. Rámar í Atlavík en þangað fór ég þrisvar í beit; sem var stórkostleg skemmtun. Með þá reynslu í farteskinu verður að segjast að Solstice kom mér í opna skjöldu. Þarna sá varla vín né dóp á nokkrum manni sem heitið getur. Meðan sá sem var edrú í Atlavík skar sig úr eins og hvítur hrafn á hrafnaþingi. Nánast hver kjaftur á eyrnasneplunum veltandi um brekkur hver um annan þveran. Held samt að engum hafi orðið meint af.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Alec Donnell LunaÍ þeim samanburði er hjákátlegt og fáránlegt í raun að tala um að þetta og þetta mörg fíknefnamál hafi komið upp á Secret Solstice þegar um er að ræða einhverja einstaklinga böstaða með vörsluskammta. Með ærinni fyrirhöfn og tilfallandi hysteríu. Ekki beinlínis eins og þarna hafi sérsveitin verið að uppræta umfangsmikla og grjótharða eiturlyfjahringa, sem eru einmitt helstu stuðningsmenn núverandi fyrirkomulags í baráttu við fíkniefnin. Hvað er verið að eltast við þetta? Vandinn við að rembast við að díla við þetta er löngu orðinn miklu meiri en vandinn sem menn telja sig vera að díla við. Er einhver að segja að ef ekki væri tónlistarhátíð þá væri engin neysla? Það stenst ekki orsakasamhengi og afleiðslu í 101 heimspekiáfanga.Orðinn rapphundur á gamals aldri Nema, ég sá á litla sviðinu einhvern flokk af röppurum og komst að því mér til furðu að ungdóminn allur kunni textana við tónlist sem var mér fullkomlega framandi. „A-ha, a-ha, já ég veit. A-ha, u-hm, já ég veit." Ég hef ekki gefið rappinu neinn sjéns, aldrei, en verð að éta hatt minn.Þetta er heilmikil sena og þegar Foreign Beggars tróðu upp á stóra sviðinu var teningunum kastað. Black Eyed Peas negldu svo þann díl. Ég er farinn að hlusta á rapp, takk fyrir. Sem eru fréttir. Hoppaði í leddaranum og á rokkbomsunum og öskraði: Boom, boom, boom. Hefði þurft að vera í hettupeysu og á körfuboltaskóm. Við hipphoppararnir kunnum svo vel að meta það þegar okkar eigin Aron Can birtist í miðri dagskrá Black Eyed Peas og rappaði sína Fullu vasa.Spámennirnir Patti og Róbert Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Patti Smith, hef verið þjakaður þeirri ranghugmynd að hún sé einhvers konar viðhengi í rokksögunni. En, þurfti að éta það ofan í mig eins og svo margt annað þegar ég sá hana svo á sunnudagskvöldinu á Solstice. Þessi um það bil 75 ára gamla kona gaf ekki þumlung eftir, var ferlega flott. Og Robert Plant með geggjað band; ekki beinlínis eins og hann væri á grafarbakkanum. Glænýir hipphopparar og gamlir hippar voru með tárin í augunum þegar hann, maðurinn sem lagði línuna fyrir þungarokkið allt með sinni einstæðu röddu sem hvergi var farin að gefa sig, kyrjaði ný lög í bland við gamalt efni frá Led Zeppelin-árunum.Patti Smith, komin átt á áttræðisaldur var í fanta formi, sem spámaður send til að boða yður mikinn fögnuð. Rokkið er eilíft og hálfgert yngingarmeðal.fbl/anton brinkHvað getur maður sagt? Þessi tvö, Plant og Patti, voru eins og spámenn, send til að sýna okkur að rokkið er eilíft, heilandi fyrirbæri og tími er afstæður. Ástæðulaust að óttast. Ég á frænku sem er á sama aldri og Patti, grandvara sem hefur lifað heilsusamlegu lífi alla tíð. Hún er sæmilega ern, en með fullri virðingu á ég erfitt með að sjá hana fyrir mér á sviðinu í þessum gír. Það er í það minnsta ekki rokkið sjálft sem gerir fólk hrumt, nema þau tvö hafi gert samning við þann svarta sjálfan? Best að útiloka ekkert í þeim efnum. Plant sagði áhorfendum í upphafi sinna tónleika að hann hafi spilað á eftirminnilegum tónleikum í næsta húsi [Laugardalshöllinni]. Nanna dóttir mín spurði mig hvort ég hefði verið þar? 1970? Næstum því. Næstum því, góða mín.Fjöður í hatt Reykjavíkurborgar Með öðrum orðum og til að gera langa sögu stutta var allt þetta til hinnar mestu fyrirmyndar. Ég hitti Pawel í góðum gír og Dagur B. var þarna í góðum fílíng með regnhlíf sem hækju. Var kannski ekki að taka hipphoppið á þetta eins og ég alla leið en dillaði sér í takt. Engin Vigdís samt.Nýjir hipphopparar og gamlir hippar felldu tár þegar Robert Plant kom og sýndi að röddin sem lagði línuna fyrir þungarokkið allt er í engu farin að gefa sig.Alec Donnell LunaEn, ég trúi ekki öðru en upplifun þeirra borgarfulltrúa hafi verið í samræmi við mína. Svæðið sjálft hentar einkar vel fyrir hátíð af þessu tagi. Ungdómurinn sem og aðrir gestir gengu vel um og hreinsunardeildin fljót að grípa inní ef einhver missti gosglas í grasið. Lærdómurinn er í raun sá að þeir hinir fullorðnu sem voru á rassgatinu í Atlavík fyrir 30 árum plús en vilja nú hafa vit fyrir yngri kynslóðinni eru hreinlega kjánalegir í því bauki sínu. Niðurstaðan er sú að að það hljóti að vera fín fjöður í hattinn fyrir Reykjavík að vera með tónlistarhátíð af þessu kaliberi á dagskrá innan sinna borgarmarka.Íslensku rappararnir voru svalir og áttu hvert bein í tónleikagestum. Ungum sem öldnum.Berglaug Garðarsdóttir
Secret Solstice Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira