Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 12:30 Drónamynd sem þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson tóku af landsvæðinu sem fer undir vatn með Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Fara landeigendurnir fram á það að nefndin beiti heimild sinni til þess að stöðva yfirvofandi framkvæmdir á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma í sveitarstjórninni og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Í tilkynningu sem landeigendur í Drangavík sendu frá sér í dag segir að kæra þeirra til ÚUA byggi á eignarrétti þeirra á jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja.Landamerkin samkvæmt þinglýstri landamerkjaskrá frá árinu 1890.Hafa ekki veitt heimild fyrir framkvæmdum á jörðinni „Við höfum enga heimild veitt fyrir virkjanaframkvæmdum á jörðinni. Kröfur okkar um ógildingu ákvarðana byggja á umverfisvernd,” segir í tilkynningu landeigenda. Þá vilja þeir jafnframt meina að Hvalárvirkjun byggi á röngum landamerkjum: „Þinglýst landamerkjaskrá Drangavíkur og aðliggjandi jarða frá 1890 sýnir að Vesturverk og Árneshreppur hafa notað röng landamerki við skipulagningu Hvalárvirkjunar. Landamerkjabréfið frá 1890 staðfestir að vatnasvið Eyvindarfjarðarvatns er alfarið innan jarðarinnar Drangavíkur. Engar breytingar hafa verið gerðar á þessum landamerkjum eftir 1890. Nýting vatnasviðs Eyvindarfjarðarár er sögð vera ein meginforsenda Hvalárvirkjunar. Við meirihlutaeigendur Drangavíkur erum á móti því að Hvalárvirkjun verði reist og höfum ekki í huga að semja við Vesturverk um nýtingu vatnsréttinda okkar í þágu virkjunar. Við viljum að víðerni Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum. Hvalárvirkjun mun ekkert gera fyrir mannlíf á Ströndum, heldur þvert á móti eyðileggja þá möguleika sem felast í náttúruvænni uppbyggingu atvinnulífs. Hvalárvirkjun er ekki nauðsynleg til að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum og bygging hennar mun að auki leiða til neikvæðra umhverfisáhrifa af háspennulínum.“Landamerkin samkvæmt gögnum Hvalárvirkjunar.Búið á jörðinni fram á miðja síðustu öld Svo segir áfram í tilkynningu landeigenda: „Jörðin liggur frá Drangajökli að sjó, á milli jarðarinnar Dranga í norðri og jarðanna Ófeigsfjarðar og Engjaness í suðri. Búið var í Drangavík fram á miðja síðustu öld en einungis er fært þangað á sjó eða fótgangandi og jörðin er nú hluti eyðibyggðanna á Norður-Ströndum. Ganga úr Ófeigsfirði í Drangavík tekur um 6-7 klukkustundir. Syðri hluti hinna tignarlegu Drangaskarða tilheyrir jörðinni, en skörðin eru á náttúrminjaskrá. Bræðurnir Guðjón, Jón og Ólafur Guðmundssynir og tveir synir Guðjóns keyptu jörðina Drangavík 1953. Guðjón keypti jörðina Engjanes, sem var alla tíð eyðijörð, af ríkinu árið 1956. Reki var nytjaður af jörðunum. Jarðirnar Drangavík og Engjanes voru báðar í eigu þessara manna og afkomenda þeirra þar til í nóvember 2006 að utanaðkomandi aðili keypti Engjanes. Vesturverk mun síðar hafa gert samninga við eigendur Ófeigsfjarðar og Engjaness um nýtingu vatnsréttinda Rjúkandi, Hvalár og Eyvindarfjarðarár. Fimmtán einstaklingar og eitt dánarbú eru þinglýstir eigendur Drangavíkur. Jörðin er óskipt. Tíu einstaklingar, eigendur 70% jarðarinnar, standa að kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Framvinda málsins Kæruaðildin til ÚUA byggist á því að deiliskipulagið hafi áhrif á fasteignaréttindi okkar, þar sem virkjanasvæði er skilgreint á landi okkar í aðalskipulagi, og tekur til stærsta hluta víðernis landareignarinnar. Auk þess myndu vegir sem nú hafa verið leyfðir á grunni nýsamþykkts deiliskipulags skerða mikið af víðernum, þar á meðal í landi okkar. Við höfum enga heimild gefið fyrir virkjun Eyvindarfjarðarár, en vatnsréttindi hennar, sem njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrár, tilheyra jörð okkar samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá. Hafa hvorki Árneshreppur né Vesturverk nokkru sinni leitað eftir samþykki okkar við áformunum. Úrskurðarnefndinni ber svo fljótt sem verða má kveða upp úrskurð um ósk okkar um stöðvun framkvæmdanna. Allra hluta vegna vonumst við til að málsmeðferðin taki ekki lengri tíma en efni standa til en málið er nú í höndum nefndarinnar.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Segir það óvænt að virkjunarsinnar hafi mætt á fund Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin í gær þegar um 30 manns komu saman til fundar í Vestrahúsinu á Ísafirði. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem var stofnað árið 1979 og hefur verið virkt með hléum síðan þá. 26. apríl 2019 15:25 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Fara landeigendurnir fram á það að nefndin beiti heimild sinni til þess að stöðva yfirvofandi framkvæmdir á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma í sveitarstjórninni og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Í tilkynningu sem landeigendur í Drangavík sendu frá sér í dag segir að kæra þeirra til ÚUA byggi á eignarrétti þeirra á jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja.Landamerkin samkvæmt þinglýstri landamerkjaskrá frá árinu 1890.Hafa ekki veitt heimild fyrir framkvæmdum á jörðinni „Við höfum enga heimild veitt fyrir virkjanaframkvæmdum á jörðinni. Kröfur okkar um ógildingu ákvarðana byggja á umverfisvernd,” segir í tilkynningu landeigenda. Þá vilja þeir jafnframt meina að Hvalárvirkjun byggi á röngum landamerkjum: „Þinglýst landamerkjaskrá Drangavíkur og aðliggjandi jarða frá 1890 sýnir að Vesturverk og Árneshreppur hafa notað röng landamerki við skipulagningu Hvalárvirkjunar. Landamerkjabréfið frá 1890 staðfestir að vatnasvið Eyvindarfjarðarvatns er alfarið innan jarðarinnar Drangavíkur. Engar breytingar hafa verið gerðar á þessum landamerkjum eftir 1890. Nýting vatnasviðs Eyvindarfjarðarár er sögð vera ein meginforsenda Hvalárvirkjunar. Við meirihlutaeigendur Drangavíkur erum á móti því að Hvalárvirkjun verði reist og höfum ekki í huga að semja við Vesturverk um nýtingu vatnsréttinda okkar í þágu virkjunar. Við viljum að víðerni Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum. Hvalárvirkjun mun ekkert gera fyrir mannlíf á Ströndum, heldur þvert á móti eyðileggja þá möguleika sem felast í náttúruvænni uppbyggingu atvinnulífs. Hvalárvirkjun er ekki nauðsynleg til að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum og bygging hennar mun að auki leiða til neikvæðra umhverfisáhrifa af háspennulínum.“Landamerkin samkvæmt gögnum Hvalárvirkjunar.Búið á jörðinni fram á miðja síðustu öld Svo segir áfram í tilkynningu landeigenda: „Jörðin liggur frá Drangajökli að sjó, á milli jarðarinnar Dranga í norðri og jarðanna Ófeigsfjarðar og Engjaness í suðri. Búið var í Drangavík fram á miðja síðustu öld en einungis er fært þangað á sjó eða fótgangandi og jörðin er nú hluti eyðibyggðanna á Norður-Ströndum. Ganga úr Ófeigsfirði í Drangavík tekur um 6-7 klukkustundir. Syðri hluti hinna tignarlegu Drangaskarða tilheyrir jörðinni, en skörðin eru á náttúrminjaskrá. Bræðurnir Guðjón, Jón og Ólafur Guðmundssynir og tveir synir Guðjóns keyptu jörðina Drangavík 1953. Guðjón keypti jörðina Engjanes, sem var alla tíð eyðijörð, af ríkinu árið 1956. Reki var nytjaður af jörðunum. Jarðirnar Drangavík og Engjanes voru báðar í eigu þessara manna og afkomenda þeirra þar til í nóvember 2006 að utanaðkomandi aðili keypti Engjanes. Vesturverk mun síðar hafa gert samninga við eigendur Ófeigsfjarðar og Engjaness um nýtingu vatnsréttinda Rjúkandi, Hvalár og Eyvindarfjarðarár. Fimmtán einstaklingar og eitt dánarbú eru þinglýstir eigendur Drangavíkur. Jörðin er óskipt. Tíu einstaklingar, eigendur 70% jarðarinnar, standa að kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Framvinda málsins Kæruaðildin til ÚUA byggist á því að deiliskipulagið hafi áhrif á fasteignaréttindi okkar, þar sem virkjanasvæði er skilgreint á landi okkar í aðalskipulagi, og tekur til stærsta hluta víðernis landareignarinnar. Auk þess myndu vegir sem nú hafa verið leyfðir á grunni nýsamþykkts deiliskipulags skerða mikið af víðernum, þar á meðal í landi okkar. Við höfum enga heimild gefið fyrir virkjun Eyvindarfjarðarár, en vatnsréttindi hennar, sem njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrár, tilheyra jörð okkar samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá. Hafa hvorki Árneshreppur né Vesturverk nokkru sinni leitað eftir samþykki okkar við áformunum. Úrskurðarnefndinni ber svo fljótt sem verða má kveða upp úrskurð um ósk okkar um stöðvun framkvæmdanna. Allra hluta vegna vonumst við til að málsmeðferðin taki ekki lengri tíma en efni standa til en málið er nú í höndum nefndarinnar.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Segir það óvænt að virkjunarsinnar hafi mætt á fund Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin í gær þegar um 30 manns komu saman til fundar í Vestrahúsinu á Ísafirði. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem var stofnað árið 1979 og hefur verið virkt með hléum síðan þá. 26. apríl 2019 15:25 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Segir það óvænt að virkjunarsinnar hafi mætt á fund Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin í gær þegar um 30 manns komu saman til fundar í Vestrahúsinu á Ísafirði. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem var stofnað árið 1979 og hefur verið virkt með hléum síðan þá. 26. apríl 2019 15:25
Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55