Slysahætta vegna tólf yfirgefinna bústaða Pálmi Kormákur skrifar 24. júní 2019 08:00 Ljóst er að ástandið er ekki boðlegt íbúum nærliggjandi byggðar. Heilbrigðiseftirlitið segir æskilegt að húsin verði rifin. Fréttablaðið/Stefán Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira