Segir peningana sogast suður Ari Brynjólfsson skrifar 22. júní 2019 10:00 Rúmlega 10.000 tonna framleiðsla í fiskeldi er nú á sunnanverðum Vestfjörðum. Fréttablaðið/Pjetur Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira