Leiðsögn líkist einleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 11:00 Þór segir Tuliniusarnafnið hafa komið til landsins með langalangafa hans, Carli Tulinius. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tímamót Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tímamót Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira