Kólumbíumenn unnu B-riðilinn með fullu húsi og án þess að fá á sig mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 20:45 Gustavo Cuéllar skoraði eina mark leiksins. vísir/getty Þrátt fyrir að gera tíu breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik vann Kólumbía 1-0 sigur á Paragvæ í lokaleik sínum í B-riðli Suður-Ameríkukeppninnar. Kólumbíumenn voru öruggir með sigur í riðlinum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og Carlos Queiroz nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn í kvöld. Það kom ekki að sök því Kólumbía vann 1-0 sigur. Kólumbíumenn fengu fullt hús stiga í B-riðli og héldu hreinu í öllum þremur leikjunum sínum. Gustavo Cuéllar skoraði eina mark leiksins með skoti af stuttu færi eftir sendingu Santiagos Arias á 31. mínútu. Luis Díaz bætti öðru marki við á 69. mínútu en það var dæmt af vegna hendi með hjálp myndbandsdómgæslu. Kólumbía mætir liðinu sem endar í 2. sæti C-riðils í 8-liða úrslitunum. Líklegast er að það verði annað hvort Síle eða Úrúgvæ. Paragvæ kemst í 8-liða úrslit nema ef Japan vinnur Ekvador í C-riðli annað kvöld. Copa América
Þrátt fyrir að gera tíu breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik vann Kólumbía 1-0 sigur á Paragvæ í lokaleik sínum í B-riðli Suður-Ameríkukeppninnar. Kólumbíumenn voru öruggir með sigur í riðlinum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og Carlos Queiroz nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn í kvöld. Það kom ekki að sök því Kólumbía vann 1-0 sigur. Kólumbíumenn fengu fullt hús stiga í B-riðli og héldu hreinu í öllum þremur leikjunum sínum. Gustavo Cuéllar skoraði eina mark leiksins með skoti af stuttu færi eftir sendingu Santiagos Arias á 31. mínútu. Luis Díaz bætti öðru marki við á 69. mínútu en það var dæmt af vegna hendi með hjálp myndbandsdómgæslu. Kólumbía mætir liðinu sem endar í 2. sæti C-riðils í 8-liða úrslitunum. Líklegast er að það verði annað hvort Síle eða Úrúgvæ. Paragvæ kemst í 8-liða úrslit nema ef Japan vinnur Ekvador í C-riðli annað kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti