Argentínumenn vöknuðu til lífsins og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 20:45 Markaskorararnir Lautaro Martínez og Sergio Agüero fallast í faðma. vísir/getty Argentína tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar með 0-2 sigri á Katar í lokaleik sínum í B-riðli í kvöld. Fyrir leikinn voru Argentínumenn með eitt stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Sigurinn í kvöld kom þeim upp í 2. sæti riðilsins. Katarar enduðu hins vegar í botnsætinu og eru úr leik. Lautaro Martínez, framherji Inter, kom Argentínu yfir strax á 4. mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Katar. Annað markið lét bíða eftir sér en það kom loks á 82. mínútu. Sergio Agüero hljóp þá í gegnum vörn Katar og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Þetta var hans fertugasta mark fyrir argentínska landsliðið. Í 8-liða úrslitunum mætir Argentína Venesúela sem endaði í 2. sæti A-riðils. Mörkin úr leik Katar og Argentínu má sjá hér fyrir neðan. Copa América
Argentína tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar með 0-2 sigri á Katar í lokaleik sínum í B-riðli í kvöld. Fyrir leikinn voru Argentínumenn með eitt stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Sigurinn í kvöld kom þeim upp í 2. sæti riðilsins. Katarar enduðu hins vegar í botnsætinu og eru úr leik. Lautaro Martínez, framherji Inter, kom Argentínu yfir strax á 4. mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Katar. Annað markið lét bíða eftir sér en það kom loks á 82. mínútu. Sergio Agüero hljóp þá í gegnum vörn Katar og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Þetta var hans fertugasta mark fyrir argentínska landsliðið. Í 8-liða úrslitunum mætir Argentína Venesúela sem endaði í 2. sæti A-riðils. Mörkin úr leik Katar og Argentínu má sjá hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti