Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:57 Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styðja fjárhagslega fyrir kærendur kynferðisbrota og ofbeldis. Karolinafund/málfrelsissjóður Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér. Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira