Eystri Rangá fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2019 09:00 Gunnar Helgason gerði nýlega góða veiði í Eystri Rangá. Allt um það í Veiðikofanum á Facebook. Eystri Rangá virðist í fyrstu fara mun betur af stað en í fyrra og það lofar góðu fyrir framhaldið en afrakstur stækkandi sleppinga á að byrja skila sér í ár. Það er dæmigert í Eystri að fyrstu dagana og vikurnar er stórlaxahlutfallið með því hæsta sem þekkist og það er alls ekki óalgengt að taka lax sem er yfir 85 sm. Fyrstu dagarnir frá opnun lofa góðu og það er fiskur að sjást víða í ánni en hefðbundnir staðir eins og Bátsvað, Rimahylur, Hofteigsbreiða, Dýjanes, Rangárflúðir og Tóftarhylur eru meðal þeirra staða sem lax virðist liggja mikið í. Núna á stækkandi straum verður mjög gaman að fylgjast með framvindu mála í ánni því eins og við höfum nefnt eru oftar en ekki sterkustu göngurnar af stórlaxi í ánna fyrstu 2-3 vikurnar og þeir sem lenda í því einu sinni koma alltaf aftur í ánna. Það er líka gaman að segja frá því að veiðimenn eru farnir að veiða án þess að vera með hefðbundnar Rangár græjur sem eru þungar flugur og sökkendi en þess í stað eru margir farnir að veiða á flotlínur og það voru jafnvel nokkur dæmi um að veiðimenn settu í laxa á hitch þegar áin var í sínum bestu skilyrðum. Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Eystri Rangá virðist í fyrstu fara mun betur af stað en í fyrra og það lofar góðu fyrir framhaldið en afrakstur stækkandi sleppinga á að byrja skila sér í ár. Það er dæmigert í Eystri að fyrstu dagana og vikurnar er stórlaxahlutfallið með því hæsta sem þekkist og það er alls ekki óalgengt að taka lax sem er yfir 85 sm. Fyrstu dagarnir frá opnun lofa góðu og það er fiskur að sjást víða í ánni en hefðbundnir staðir eins og Bátsvað, Rimahylur, Hofteigsbreiða, Dýjanes, Rangárflúðir og Tóftarhylur eru meðal þeirra staða sem lax virðist liggja mikið í. Núna á stækkandi straum verður mjög gaman að fylgjast með framvindu mála í ánni því eins og við höfum nefnt eru oftar en ekki sterkustu göngurnar af stórlaxi í ánna fyrstu 2-3 vikurnar og þeir sem lenda í því einu sinni koma alltaf aftur í ánna. Það er líka gaman að segja frá því að veiðimenn eru farnir að veiða án þess að vera með hefðbundnar Rangár græjur sem eru þungar flugur og sökkendi en þess í stað eru margir farnir að veiða á flotlínur og það voru jafnvel nokkur dæmi um að veiðimenn settu í laxa á hitch þegar áin var í sínum bestu skilyrðum.
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði