Bjargaði nýbornum lambhrúti í Meðallandi Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2019 10:13 Edda Björk hreinsaði lambið en vit þess voru full af sandi, nuddaði og blé og kom því á fætur. „Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“ Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“
Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira