Sjálfshjálparbók sigurvegara Þórarinn Þórarinsson skrifar 8. júlí 2019 17:15 Samkvæmt rótgróinni staðalímyndinni hugsa Kínverjar aldir ef ekki árþúsund fram í tímann, ólíkt bleiknefjunum á Vesturlöndum sem mega teljast góðir ef framtíðarsýn þeirra nær fram yfir næstu mánaðamót. Gæti haft eitthvað að gera með það að á meðan okkar heimshluti er á hraðferð lóðbeint til andskotans er gula hættan í stórsókn, meira að segja með hin voldugu Bandaríki í efnahagslegu hálstaki. Sun Tzu skrifaði kverið Hernaðarlistin fyrir 2.500 árum eða svo en þar fór hann yfir nokkur grundvallaratriði sem geta á vígvellinum skilið milli milli feigs og ófeigs, sauðina frá höfrunum og sigurvegarana frá töpurunum. Og þegar horft er yfir heimskortið bendir ýmislegt til þess að Kínverjar eigi jafn auðvelt með að skilja Hernaðarlistina og við hérna megin Litlu gulu hænuna. Tröllatrú höfundar á verki sínu og herkænsku var slík að hann markaðssetti hana með loforði um að hver sá sem les bókina vandlega og tileinkar sér speki hennar bara geti ekki tapað. Hvorki orrustu né stríði. Fólk trúir þessu enn enda sjálfsagt engu logið ef tekið er tillit til þess að þarna horfði stríðsherrann fram hjá hugsanlegum veikleikum og göllum lesenda sinna.The Art of War hefur löngum verið aðgengileg í enskum þýðingum en er nú loksins komin út í aðgengilegri og auðlesinni íslenskri þýðingu sem Hernaðarlistin. Vel til fundið og síðan er það í höndum hvers og eins hversu vel bókin gagnast þeim í átökum.Pissað í vínið Hinn heimspekilega sinnaði og djúptþenkjandi stríðsherra Sun Tzu leggur mikla áherslu á að þekking á veðurfari, staðháttum og pólitík geti skipt sköpum þegar til átaka kemur. Þá er voðinn alveg vís ef herforingjar þekkja ekki óvininn jafn vel, ef ekki betur, en sjálfa sig. Hégómi, skapofsi og tilfinningasemi eru til dæmis veikleikar sem upplagt er að nýta gegn óvininum og samkvæmt Sun Tzu er það óvinurinn sem skapar þér tækifærin til sigurs. Blekkingar, lygar, njósnarar og gagnnjósnarar, mútur og misvísandi upplýsingar eru beitt vopn og árangursríkar andlegar hernaðaraðgerðir geta vegið þyngra en liðsstyrkur. Reiður andstæðingur sem ryðst fram í bræði og fljótfærni á vígvelli sem þú hefur valið þér er búinn að tapa áður en á hólminn er komið. Upplagt til dæmis í aðdraganda orrustu að upplýsa óvininn um að þú hafir verið búinn að pissa í hrísgrjónavínið sem hann drakk í gær. Skák og mát!Napóleon fer yfir Alpana, málverk eftir Jacques-Louis David.Lífsbaráttan Stríðskeisarinn og taparinn annálaði Napóleón Bónaparte var að sögn ákaflega hrifinn af Hernaðarlistinni og þeir sem vilja þykjast voða klárir og herkænir hafa undarlega tilhneigingu til þess að vitna í Napóleon og orð hans um að maður eigi aldrei að trufla andstæðinginn á meðan hann er að gera mistök. Sá stutti lærði þetta að vísu af Sun Tzu og fékk síðan að gera sín mistök ótruflaður. Lífið er stríð, endalaus barátta alla daga þannig að speki Sun Tzu er í raun ein merkilegasta og gagnlegasta sjálfshjálparbók sem til er. Hernaðarfræði eru til dæmis grunnur allrar markaðsfræði en á þeim vígvelli, rétt eins og í öllum viðskiptum, skiptir öllu að sjá fleiri leiki fram í tímann en keppinauturinn, vita meira en hann og auðvitað helst að geta blekkt hann, reitt til reiði, koma fáti á hann þannig að hann missi sig í fljótfærni. Stjórnendur fyrirtækja, þjálfarar íþróttaliða og í raun allir með mannaforráð eða sem eiga góðan árangur undir sterkri og einbeittri liðsheild geta lært margt af hugmyndum Sun Tzu um hvernig herforingjar geta hámarkað árangur hersins, þjappað fólki að baki sér og fengið sem mest út úr hverjum og einum. Í þeim efnum mælir Sun Tzu til dæmis ekki með að gullið sé sparað. Rétt að halda því vandlega til haga.Listin að lesa til gagns Þótt margir hafi eða þykist hafa lesið bókina virðist boðskapurinn vefjast leiðinlega oft fyrir fólki. Sun Tzu sagði til dæmis: „Í stríði er alla jafna best að ná ríki ósködduðu; að leggja það í rúst er síðri kostur.“ Þetta vefst eitthvað fyrir stríðsherrum vorra tíma. Að maður tali ekki um þessa augljósu staðreynd: „En að sigra hundrað sinnum í hundrað orrustum er ekki æðsta stig herkænsku. Að buga óvininn án vopnaviðskipta, það er snilld.“ Hér er ég vitaskuld kominn í algera mótsögn við sjálfan mig og leyfi skyldu gagnrýnandans að slæva dómgreind mína. Ef ég færi að ráðum Sun Tzu myndi ég vitaskuld gefa bókinni 0 stjörnur, dæma hana úr leik og ráða fólki eindregið frá því að lesa hana. Vegna þess að auðvitað styrkir það mig í væringum daglegs lífs, hafandi lesið Hernaðarlistina, að sem fæstir geri slíkt hið sama. Vígstaða þess sem þekkir þessi fræði er auðvitað betri en þess sem ekkert veit í sinn stríðshaus. Hjónaskilnaður sem ég fór í gegnum fyrir mörgum árum er gott dæmi. Við erum bæði bókelsk í meira lagi og mest gekk á þegar kom að því að skipta bókasafni upplausnarheimilisins.The Art of War var eina bókin sem við þurftum ekki að rífast um vegna þess að við áttum hvort sitt eintakið. Eitt er þó að lesa og annað að skilja. Hún hirti bílinn, ísskápinn, sófasettið, vínskápinn (ég var að vísu búinn að tæma hann), þvottavélina, þurrkarann, plötuspilarann minn og magnarann. Ég náði helmingi skuldanna og mínu eintaki af Hernaðarlistinni. Þannig að ekki þarf að hafa mörg orð um hvort okkar er gleggri lesandi.Niðurstaða: Hernaðarlistin er í raun yfir gagnrýni og stjörnugjöf hafin, hafandi sannað sig í 2.500 ár sem eitursnjall lífsleiðarvísir sem hefur verið færður í letur. Algert lykilrit í hernaði sem getur einnig skipt sköpum í viðskiptum, stjórnmálum og á öllum öðrum átakasvæðum tilverunnar. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Samkvæmt rótgróinni staðalímyndinni hugsa Kínverjar aldir ef ekki árþúsund fram í tímann, ólíkt bleiknefjunum á Vesturlöndum sem mega teljast góðir ef framtíðarsýn þeirra nær fram yfir næstu mánaðamót. Gæti haft eitthvað að gera með það að á meðan okkar heimshluti er á hraðferð lóðbeint til andskotans er gula hættan í stórsókn, meira að segja með hin voldugu Bandaríki í efnahagslegu hálstaki. Sun Tzu skrifaði kverið Hernaðarlistin fyrir 2.500 árum eða svo en þar fór hann yfir nokkur grundvallaratriði sem geta á vígvellinum skilið milli milli feigs og ófeigs, sauðina frá höfrunum og sigurvegarana frá töpurunum. Og þegar horft er yfir heimskortið bendir ýmislegt til þess að Kínverjar eigi jafn auðvelt með að skilja Hernaðarlistina og við hérna megin Litlu gulu hænuna. Tröllatrú höfundar á verki sínu og herkænsku var slík að hann markaðssetti hana með loforði um að hver sá sem les bókina vandlega og tileinkar sér speki hennar bara geti ekki tapað. Hvorki orrustu né stríði. Fólk trúir þessu enn enda sjálfsagt engu logið ef tekið er tillit til þess að þarna horfði stríðsherrann fram hjá hugsanlegum veikleikum og göllum lesenda sinna.The Art of War hefur löngum verið aðgengileg í enskum þýðingum en er nú loksins komin út í aðgengilegri og auðlesinni íslenskri þýðingu sem Hernaðarlistin. Vel til fundið og síðan er það í höndum hvers og eins hversu vel bókin gagnast þeim í átökum.Pissað í vínið Hinn heimspekilega sinnaði og djúptþenkjandi stríðsherra Sun Tzu leggur mikla áherslu á að þekking á veðurfari, staðháttum og pólitík geti skipt sköpum þegar til átaka kemur. Þá er voðinn alveg vís ef herforingjar þekkja ekki óvininn jafn vel, ef ekki betur, en sjálfa sig. Hégómi, skapofsi og tilfinningasemi eru til dæmis veikleikar sem upplagt er að nýta gegn óvininum og samkvæmt Sun Tzu er það óvinurinn sem skapar þér tækifærin til sigurs. Blekkingar, lygar, njósnarar og gagnnjósnarar, mútur og misvísandi upplýsingar eru beitt vopn og árangursríkar andlegar hernaðaraðgerðir geta vegið þyngra en liðsstyrkur. Reiður andstæðingur sem ryðst fram í bræði og fljótfærni á vígvelli sem þú hefur valið þér er búinn að tapa áður en á hólminn er komið. Upplagt til dæmis í aðdraganda orrustu að upplýsa óvininn um að þú hafir verið búinn að pissa í hrísgrjónavínið sem hann drakk í gær. Skák og mát!Napóleon fer yfir Alpana, málverk eftir Jacques-Louis David.Lífsbaráttan Stríðskeisarinn og taparinn annálaði Napóleón Bónaparte var að sögn ákaflega hrifinn af Hernaðarlistinni og þeir sem vilja þykjast voða klárir og herkænir hafa undarlega tilhneigingu til þess að vitna í Napóleon og orð hans um að maður eigi aldrei að trufla andstæðinginn á meðan hann er að gera mistök. Sá stutti lærði þetta að vísu af Sun Tzu og fékk síðan að gera sín mistök ótruflaður. Lífið er stríð, endalaus barátta alla daga þannig að speki Sun Tzu er í raun ein merkilegasta og gagnlegasta sjálfshjálparbók sem til er. Hernaðarfræði eru til dæmis grunnur allrar markaðsfræði en á þeim vígvelli, rétt eins og í öllum viðskiptum, skiptir öllu að sjá fleiri leiki fram í tímann en keppinauturinn, vita meira en hann og auðvitað helst að geta blekkt hann, reitt til reiði, koma fáti á hann þannig að hann missi sig í fljótfærni. Stjórnendur fyrirtækja, þjálfarar íþróttaliða og í raun allir með mannaforráð eða sem eiga góðan árangur undir sterkri og einbeittri liðsheild geta lært margt af hugmyndum Sun Tzu um hvernig herforingjar geta hámarkað árangur hersins, þjappað fólki að baki sér og fengið sem mest út úr hverjum og einum. Í þeim efnum mælir Sun Tzu til dæmis ekki með að gullið sé sparað. Rétt að halda því vandlega til haga.Listin að lesa til gagns Þótt margir hafi eða þykist hafa lesið bókina virðist boðskapurinn vefjast leiðinlega oft fyrir fólki. Sun Tzu sagði til dæmis: „Í stríði er alla jafna best að ná ríki ósködduðu; að leggja það í rúst er síðri kostur.“ Þetta vefst eitthvað fyrir stríðsherrum vorra tíma. Að maður tali ekki um þessa augljósu staðreynd: „En að sigra hundrað sinnum í hundrað orrustum er ekki æðsta stig herkænsku. Að buga óvininn án vopnaviðskipta, það er snilld.“ Hér er ég vitaskuld kominn í algera mótsögn við sjálfan mig og leyfi skyldu gagnrýnandans að slæva dómgreind mína. Ef ég færi að ráðum Sun Tzu myndi ég vitaskuld gefa bókinni 0 stjörnur, dæma hana úr leik og ráða fólki eindregið frá því að lesa hana. Vegna þess að auðvitað styrkir það mig í væringum daglegs lífs, hafandi lesið Hernaðarlistina, að sem fæstir geri slíkt hið sama. Vígstaða þess sem þekkir þessi fræði er auðvitað betri en þess sem ekkert veit í sinn stríðshaus. Hjónaskilnaður sem ég fór í gegnum fyrir mörgum árum er gott dæmi. Við erum bæði bókelsk í meira lagi og mest gekk á þegar kom að því að skipta bókasafni upplausnarheimilisins.The Art of War var eina bókin sem við þurftum ekki að rífast um vegna þess að við áttum hvort sitt eintakið. Eitt er þó að lesa og annað að skilja. Hún hirti bílinn, ísskápinn, sófasettið, vínskápinn (ég var að vísu búinn að tæma hann), þvottavélina, þurrkarann, plötuspilarann minn og magnarann. Ég náði helmingi skuldanna og mínu eintaki af Hernaðarlistinni. Þannig að ekki þarf að hafa mörg orð um hvort okkar er gleggri lesandi.Niðurstaða: Hernaðarlistin er í raun yfir gagnrýni og stjörnugjöf hafin, hafandi sannað sig í 2.500 ár sem eitursnjall lífsleiðarvísir sem hefur verið færður í letur. Algert lykilrit í hernaði sem getur einnig skipt sköpum í viðskiptum, stjórnmálum og á öllum öðrum átakasvæðum tilverunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira