Innlent

Vestur­lands­vegi lokað vegna mal­bikunar­fram­kvæmda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sumarið er tíminn til malbikunarframkvæmda.
Sumarið er tíminn til malbikunarframkvæmda. vísir/Vilhelm
Síðdegis í dag og fram til morguns er stefnt að því að fræsa og malbika akrein og hringtorg á Vesturlandsvegi við Álafossveg.

Verður Vesturlandsvegi lokað meðan á framkvæmdunum stendur en hjáleiðir verða settar upp með viðeigandi merkingum að því er segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 17 og til klukkan sex aðfaranótt þriðjudagsins 9. júlí, það er þar til í fyrramálið.

Einnig er stefnt að því í kvöld að fræsa tvær akreinar á Hringbraut, frá Njarðargötu og yfir gatnamót við Flugvallaveg.

Annarri akreininni verður lokað og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 04:00 aðfaranótt þriðjudags 9. júlí.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×