Kannanir Óttar Guðmundsson skrifar 6. júlí 2019 10:00 Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endurtekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönnunar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarflugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta flytja hrátt kjöt til landsins, uppfullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega flóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borðarðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarðar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þessara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihaldslausar ekki-fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun
Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endurtekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönnunar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarflugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta flytja hrátt kjöt til landsins, uppfullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega flóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borðarðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarðar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þessara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihaldslausar ekki-fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun