Hætti að sitja fyrir hjá Victoria's Secret vegna femínískra gilda Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:12 Karlie Kloss er ein frægasta fyrirsæta heims. Vísir/Getty Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Sjá meira
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Sjá meira