Hætti að sitja fyrir hjá Victoria's Secret vegna femínískra gilda Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:12 Karlie Kloss er ein frægasta fyrirsæta heims. Vísir/Getty Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein