Bein útsending: Bára Halldórsdóttir ein heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 17:28 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira