Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2019 12:00 Stór sjóbirtingur sem veiddist nýlega í Laxá í Kjós. Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Kjós hefur aðeins lyft sér upp í vatni og hefur það skilað sér í því að göngur eru að aukast en það er samt annað sem gerir þennan tíma skemmtilegan í ánni. Það skemmtilega við Laxá er að ásamt því að vera góð laxveiðiá gengur líka í hana sjóbirtingur, mikið af honum, og hann er vænn. Í lok júní fer hann að sjást í ánni og þegar laxinn er tregur í töku fara veiðimenn gjarnan á frísvæðið í veiðistaði eins og Káranesfljót, Álabakka og Hurðabakshyl, svo nokkrir séu nefndir, til að freysta þess að setja í einn en á nefndu frísvæði er oft mikið af honum en það þarf að nálgast veiðistaðina með mikilli aðgát. Það eru fáir laxfiskar sem eru jafn trylltir á línunni eins og nýgengin sjóbirtingur, það þekkja þeir sem hafa glímt við einn slíkann. Annars berast fregnir af því að það séu ágætar göngur í Laxá þessa dagana og það er bara vonandi að þær aukist samhliða því að áin fái góða úrkomu í sumar til að halda henni í góðu vatni. Lax er farinn að sjást víða í Laxá sem og í Bugðu svo svæðin í ánni eru öll eða ættu öll að vera dottinn inn. Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði
Laxá í Kjós hefur aðeins lyft sér upp í vatni og hefur það skilað sér í því að göngur eru að aukast en það er samt annað sem gerir þennan tíma skemmtilegan í ánni. Það skemmtilega við Laxá er að ásamt því að vera góð laxveiðiá gengur líka í hana sjóbirtingur, mikið af honum, og hann er vænn. Í lok júní fer hann að sjást í ánni og þegar laxinn er tregur í töku fara veiðimenn gjarnan á frísvæðið í veiðistaði eins og Káranesfljót, Álabakka og Hurðabakshyl, svo nokkrir séu nefndir, til að freysta þess að setja í einn en á nefndu frísvæði er oft mikið af honum en það þarf að nálgast veiðistaðina með mikilli aðgát. Það eru fáir laxfiskar sem eru jafn trylltir á línunni eins og nýgengin sjóbirtingur, það þekkja þeir sem hafa glímt við einn slíkann. Annars berast fregnir af því að það séu ágætar göngur í Laxá þessa dagana og það er bara vonandi að þær aukist samhliða því að áin fái góða úrkomu í sumar til að halda henni í góðu vatni. Lax er farinn að sjást víða í Laxá sem og í Bugðu svo svæðin í ánni eru öll eða ættu öll að vera dottinn inn.
Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði