Eðlilegt verð segir borgin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 06:15 Húsið kostar borgina 230 milljónir króna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira