Fjölskyldu grunar að kattarmorðingi gangi laus í Vogum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2019 08:00 Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. Myndin er úr safni. vísir/getty Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira