Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:08 Talið er að um fimmtíu grindhvali hafi rekið á land við Löngufjörur á Snæfellsnesi í gær. Mynd/David Scwarzhan Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar. Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar.
Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20