Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 13:00 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira