Bergmál frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 11:56 Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Mynd/Aðsend „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira