Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon er látinn Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 08:42 Þorsteinn Ingi Sigfússon lést aðfaranótt 15. júlí. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni Andlát Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni
Andlát Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira