Ytri Rangá að komast í gang Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2019 07:27 Jóhannes Hinriksson er ánægður með gang mála í Ytri Rangá Mynd: KL Ytri Rangá er að hrökkva í gang þessa dagana og þrátt fyrir að einhverjum þyki þetta seint í gang er þetta bara eðlilegt fyrir ánna. Sum árin hefur hún verið fljót í gang og farið að gefa mjög vel strax upp úr mánaðarmótum júní /júlí. Það er þó mun eðlilegra ástand á ánni þegar hún fer að hrökkva í gang um miðjan júlí eða í kringum vaxandi straum á þeim tíma. Við heyrðum í Jóhannesi Hinrikssyni í gær og hann er ánægður að sjá hvað gangan virðist vera góð og það er greinilega mikið af smálaxi. "Þetta hrökk greinilega í gang í gær þegar það kom stór ganga í ánna og þá lifnaði heldur betur yfir veiðinni. Sem dæmi var stöng á Klöppinni sem setti í um 20 laxa á vaktinni" sagði Jóhannes í samtali við Veiðivísi. Það sást mikið af laxi mjög víða á svæðinu frá Æðarfossi niður á Djúpós en sá síðarnefndi er á þessum árstíma líklega einn bestu veiðistaður á Íslandi. Ef göngurnar taka þennan kraft sem við þekkjum úr Ytri Rangá næstu daga styttist óðum í 40-50 laxa daga í ánni og jafnvel meira en það er ekki óþekkt að þegar hún er að gefa vel séu bestu dagarnir á þessum tíma að gefa hátt í 100 laxa. Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði
Ytri Rangá er að hrökkva í gang þessa dagana og þrátt fyrir að einhverjum þyki þetta seint í gang er þetta bara eðlilegt fyrir ánna. Sum árin hefur hún verið fljót í gang og farið að gefa mjög vel strax upp úr mánaðarmótum júní /júlí. Það er þó mun eðlilegra ástand á ánni þegar hún fer að hrökkva í gang um miðjan júlí eða í kringum vaxandi straum á þeim tíma. Við heyrðum í Jóhannesi Hinrikssyni í gær og hann er ánægður að sjá hvað gangan virðist vera góð og það er greinilega mikið af smálaxi. "Þetta hrökk greinilega í gang í gær þegar það kom stór ganga í ánna og þá lifnaði heldur betur yfir veiðinni. Sem dæmi var stöng á Klöppinni sem setti í um 20 laxa á vaktinni" sagði Jóhannes í samtali við Veiðivísi. Það sást mikið af laxi mjög víða á svæðinu frá Æðarfossi niður á Djúpós en sá síðarnefndi er á þessum árstíma líklega einn bestu veiðistaður á Íslandi. Ef göngurnar taka þennan kraft sem við þekkjum úr Ytri Rangá næstu daga styttist óðum í 40-50 laxa daga í ánni og jafnvel meira en það er ekki óþekkt að þegar hún er að gefa vel séu bestu dagarnir á þessum tíma að gefa hátt í 100 laxa.
Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði