Hér stóð Sandfellskirkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 08:00 Slegið á létta strengi að lokinni messu. Þorlákur, Pálína, Ingibjörg, Steina Björg, Halldóra, Sigrún og séra Stígur. Jón Ágúst „Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira