Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. júlí 2019 23:55 Aðgerðum er stýrt frá aðgerðarstjórnstöðinni á Selfossi. Vísir/Jói K Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni. Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni.
Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41