Þar munu göldróttir og goð lifa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Elín Agla Briem. Fréttablaðið/Stefán Elín Agla Briem, hafnarstjóri í Norðurfirði, kveðst lengi hafa átt sér þann draum að stofna þjóðmenningarbýli og -skóla í Árneshreppi. „Ég er þjóðmenningarbóndi en vantaði jarðnæði. Í fyrra fékk ég styrk til að kaupa mongólskt tjald og líka leyfi hjá Drangamönnum til að setja það upp á Seljanesi. Tjaldið kom norður í fyrrasumar og undirbúningur fyrir uppsetningu þess hófst 19. maí í vor. Seljanes er svolítið utan alfaraleiðar, þangað er um hálftíma keyrsla frá Norðurfirði og ég hefði aldrei getað þetta nema af því að margt gott fólk hefur hjálpað mér. Það komast engar vinnuvélar á svæðið heldur er bara handaflið sem gildir en það er mikil gleði í þessu verkefni því allir hjálpast að og það kveða við dillandi hlátrasköll. Svo er hitað kaffi og sumir fá sér rauðvín. Tjaldið er sem sagt þjóðmenningarbýli sem ber nafnið Þetta Gimli og þar er fyrirhugað að halda námskeið og veislur, rifja upp handverk, segja sögur, fara með kveðskap, syngja og spila tónlist, allt það sem hefur gætt líf okkar gleði og gildum gegnum aldirnar. Það er það sem við erum að hlúa að.“ Einhverra hluta vegna bitu virkjanasinnar þó í sig að helsta ógn við virkjunina væri þetta tjald, að sögn Elínar Öglu. „Fyrst heyrði ég sögusagnir um að tjaldið ætti að verða mótmælendabúðir og maður á níræðisaldri sem erfði hluta af Seljanesi, en á ansi bágt með skapið í sér, hótar mér lögreglu og vinnuflokki til að taka tjaldið niður – á minn kostnað.“ Þú hefur þó ekki verið áberandi undanfarið í baráttu gegn virkjuninni, bendi ég á. „Nei, alls ekki og hef í raun aldrei barist gegn henni. Þegar fyrst var talað um virkjun fylgdi sögunni að nýr vegur yrði lagður í hreppinn og einhver störf sköpuðust í sveitinni, og úr því samfélagsáhrifin áttu að verða svona jákvæð setti ég mig ekki upp á móti henni. En fyrir opinberan fund í hreppnum á vegum VesturVerks í apríl 2017 settist ég yfir skýrslur um málið og sá að þessar forsendur voru fallnar svo ég fylltist efasemdum. Ég bý jú þarna og kannski má ég hafa skoðun á þessu. Við Valgeir Benediktsson í Árnesi stóðum fyrir málþingi í júní þetta ár þar sem öllum var gert kleift að tjá sig, þar voru fulltrúar frá Orkubúinu og Landsneti og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem þá var formaður Landverndar en nú umhverfisráðherra. Sama sumar kom ég í viðtal í Fréttablaðinu. Síðan hef ég ekki tjáð mig, hvorki á Fésbók né nokkurs staðar svo að gera mig að forystumanni alls andófs og þann sem verður að taka niður til að virkjunin fái framgang sýnir bara að menn eru gengnir af göflunum – ég er nýbúin að læra að það þýðir að hús hrynji og bara gaflarnir standi eftir. Við erum bara að tala um mongólskt tjald sem stendur í tvo mánuði, gegn milljarða framkvæmd og hundruðum ferkílómetra sem fara undir. Þetta eru andstæðurnar.“Fagnaður í dag í tjaldinu Tjaldið var reist 30. júní og Elín Agla kveðst búin að sofa í því. „Það var bara dásamlegt,“ segir hún brosandi. Kveðst svo hafa skutlast í bæinn til að sækja tvær vinkonur sínar frá Kanada sem ætli að taka þátt í samkomu í tjaldinu í dag, 13. júlí. „Þá bjóðum við til fagnaðar handverksfólki til heiðurs, bæði úr sveitinni og víðar að, það er fyrsti viðburðurinn. Það næsta sem gerist er að Stephen Jenkinson, sem ég hef gengið í skóla hjá í Kanada síðustu sjö ár, er að koma í þessum mánuði í þriðja sinn í Árneshrepp. Hann kom með 80 manns í fyrra frá Bretlandi á fimm daga námskeið en nú er hann að túra með hljómsveit um Bandaríkin, Ástralíu og England og ásamt honum koma fjórir úr hljómsveitinni. Þeir kalla prógrammið Nights of Grief & Mystery, það snýst um tónlist og sögur sem Stephen segir.Uppsetning tjaldsins, Þar er bara handaflið sem gildir, að sögn Elínar Öglu.Stephen er mesta kraftaskáld og umbreytingarafl sem ég þekki, skrifar bækur og heldur fyrirlestra úti um allan heim. Hann mun fjalla um sögu okkar frá landnámi til okkar daga, um baráttuna í heiminum sem snýst um ágang á auðlindir jarðar, að græða og rífa á hol jörðina, um stóru átökin og erfiðar hliðar mannlífsins. Þetta er lokabaráttan og eins og annað kemur hún síðast í Árneshrepp. Rafmagnið kom þangað ekki fyrr en 1977, vegurinn ekki fyrr en 1966. Allt kemur síðast þangað, þess vegna lifir eitthvað þar sem er dáið annars staðar, þar er fólk fætt af þessu landi og hefur verið þar kynslóð fram af kynslóð og yrkt landið í auðmýkt. Nú á að breyta Árneshreppi í gull. Í Völuspá er okkur sagt hvernig þetta gerist, lokastríðið kviknar út af gullinu og í ragnarökum brennur jörðin. Stríðið stendur á mörgum stöðum, núna er það í Árneshreppi og á sama tíma og lokaorrustan geisar rís tjald sem heitir Þetta Gimli því Gimli er staður í ragnarökum þar sem hlé er frá eldinum. Þar munu göldróttir og goð lifa. Þetta er ekki ný saga.“Sleit sambandi við náttúrusinna Elín Agla tekur fram að íbúar Árneshrepps séu almennt ekki að hljóta gull með þessari virkjun, ekki nema landeigandinn, hann sé líka reiðastur allra. „Að hann skuli fara svona gegn mér og þessu litla tjaldi er bara ótrúlegt og ég held að enginn af sveitungunum taki undir hans sjónarmið, því þeir eru vinir mínir. Ég hef búið hér í tólf ár og barnið mitt er fætt hér. Þegar náttúruverndarbaráttan hófst 2017 vildu margir eigna sér mig – hafa íbúann með sér – en þegar ég heyrði á tal öfgafullra náttúrusinna, hvernig þeir töluðu um fólkið í Árneshreppi þá sleit ég öllu sambandi við þá, því það var mjög óþægilegt. Þess vegna hef ég ekki sagt orð eða tekið þátt í neinu starfi. Ég set ekki nafn mitt við þannig öfgar. Ég hef unnið að því síðustu tvö ár að reyna að viðhalda þorpsvitund og samfélagi, þannig að það að ráðast gegn mér ber vott um mikla hugsanavillu og rembu. En þessar deilur hafa óhjákvæmilega afleiðingar í samfélaginu. Það er ekki hægt að taka allt til baka sem sagt er. Sumt hefur orðið og mun alltaf hafa orðið.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Elín Agla Briem, hafnarstjóri í Norðurfirði, kveðst lengi hafa átt sér þann draum að stofna þjóðmenningarbýli og -skóla í Árneshreppi. „Ég er þjóðmenningarbóndi en vantaði jarðnæði. Í fyrra fékk ég styrk til að kaupa mongólskt tjald og líka leyfi hjá Drangamönnum til að setja það upp á Seljanesi. Tjaldið kom norður í fyrrasumar og undirbúningur fyrir uppsetningu þess hófst 19. maí í vor. Seljanes er svolítið utan alfaraleiðar, þangað er um hálftíma keyrsla frá Norðurfirði og ég hefði aldrei getað þetta nema af því að margt gott fólk hefur hjálpað mér. Það komast engar vinnuvélar á svæðið heldur er bara handaflið sem gildir en það er mikil gleði í þessu verkefni því allir hjálpast að og það kveða við dillandi hlátrasköll. Svo er hitað kaffi og sumir fá sér rauðvín. Tjaldið er sem sagt þjóðmenningarbýli sem ber nafnið Þetta Gimli og þar er fyrirhugað að halda námskeið og veislur, rifja upp handverk, segja sögur, fara með kveðskap, syngja og spila tónlist, allt það sem hefur gætt líf okkar gleði og gildum gegnum aldirnar. Það er það sem við erum að hlúa að.“ Einhverra hluta vegna bitu virkjanasinnar þó í sig að helsta ógn við virkjunina væri þetta tjald, að sögn Elínar Öglu. „Fyrst heyrði ég sögusagnir um að tjaldið ætti að verða mótmælendabúðir og maður á níræðisaldri sem erfði hluta af Seljanesi, en á ansi bágt með skapið í sér, hótar mér lögreglu og vinnuflokki til að taka tjaldið niður – á minn kostnað.“ Þú hefur þó ekki verið áberandi undanfarið í baráttu gegn virkjuninni, bendi ég á. „Nei, alls ekki og hef í raun aldrei barist gegn henni. Þegar fyrst var talað um virkjun fylgdi sögunni að nýr vegur yrði lagður í hreppinn og einhver störf sköpuðust í sveitinni, og úr því samfélagsáhrifin áttu að verða svona jákvæð setti ég mig ekki upp á móti henni. En fyrir opinberan fund í hreppnum á vegum VesturVerks í apríl 2017 settist ég yfir skýrslur um málið og sá að þessar forsendur voru fallnar svo ég fylltist efasemdum. Ég bý jú þarna og kannski má ég hafa skoðun á þessu. Við Valgeir Benediktsson í Árnesi stóðum fyrir málþingi í júní þetta ár þar sem öllum var gert kleift að tjá sig, þar voru fulltrúar frá Orkubúinu og Landsneti og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem þá var formaður Landverndar en nú umhverfisráðherra. Sama sumar kom ég í viðtal í Fréttablaðinu. Síðan hef ég ekki tjáð mig, hvorki á Fésbók né nokkurs staðar svo að gera mig að forystumanni alls andófs og þann sem verður að taka niður til að virkjunin fái framgang sýnir bara að menn eru gengnir af göflunum – ég er nýbúin að læra að það þýðir að hús hrynji og bara gaflarnir standi eftir. Við erum bara að tala um mongólskt tjald sem stendur í tvo mánuði, gegn milljarða framkvæmd og hundruðum ferkílómetra sem fara undir. Þetta eru andstæðurnar.“Fagnaður í dag í tjaldinu Tjaldið var reist 30. júní og Elín Agla kveðst búin að sofa í því. „Það var bara dásamlegt,“ segir hún brosandi. Kveðst svo hafa skutlast í bæinn til að sækja tvær vinkonur sínar frá Kanada sem ætli að taka þátt í samkomu í tjaldinu í dag, 13. júlí. „Þá bjóðum við til fagnaðar handverksfólki til heiðurs, bæði úr sveitinni og víðar að, það er fyrsti viðburðurinn. Það næsta sem gerist er að Stephen Jenkinson, sem ég hef gengið í skóla hjá í Kanada síðustu sjö ár, er að koma í þessum mánuði í þriðja sinn í Árneshrepp. Hann kom með 80 manns í fyrra frá Bretlandi á fimm daga námskeið en nú er hann að túra með hljómsveit um Bandaríkin, Ástralíu og England og ásamt honum koma fjórir úr hljómsveitinni. Þeir kalla prógrammið Nights of Grief & Mystery, það snýst um tónlist og sögur sem Stephen segir.Uppsetning tjaldsins, Þar er bara handaflið sem gildir, að sögn Elínar Öglu.Stephen er mesta kraftaskáld og umbreytingarafl sem ég þekki, skrifar bækur og heldur fyrirlestra úti um allan heim. Hann mun fjalla um sögu okkar frá landnámi til okkar daga, um baráttuna í heiminum sem snýst um ágang á auðlindir jarðar, að græða og rífa á hol jörðina, um stóru átökin og erfiðar hliðar mannlífsins. Þetta er lokabaráttan og eins og annað kemur hún síðast í Árneshrepp. Rafmagnið kom þangað ekki fyrr en 1977, vegurinn ekki fyrr en 1966. Allt kemur síðast þangað, þess vegna lifir eitthvað þar sem er dáið annars staðar, þar er fólk fætt af þessu landi og hefur verið þar kynslóð fram af kynslóð og yrkt landið í auðmýkt. Nú á að breyta Árneshreppi í gull. Í Völuspá er okkur sagt hvernig þetta gerist, lokastríðið kviknar út af gullinu og í ragnarökum brennur jörðin. Stríðið stendur á mörgum stöðum, núna er það í Árneshreppi og á sama tíma og lokaorrustan geisar rís tjald sem heitir Þetta Gimli því Gimli er staður í ragnarökum þar sem hlé er frá eldinum. Þar munu göldróttir og goð lifa. Þetta er ekki ný saga.“Sleit sambandi við náttúrusinna Elín Agla tekur fram að íbúar Árneshrepps séu almennt ekki að hljóta gull með þessari virkjun, ekki nema landeigandinn, hann sé líka reiðastur allra. „Að hann skuli fara svona gegn mér og þessu litla tjaldi er bara ótrúlegt og ég held að enginn af sveitungunum taki undir hans sjónarmið, því þeir eru vinir mínir. Ég hef búið hér í tólf ár og barnið mitt er fætt hér. Þegar náttúruverndarbaráttan hófst 2017 vildu margir eigna sér mig – hafa íbúann með sér – en þegar ég heyrði á tal öfgafullra náttúrusinna, hvernig þeir töluðu um fólkið í Árneshreppi þá sleit ég öllu sambandi við þá, því það var mjög óþægilegt. Þess vegna hef ég ekki sagt orð eða tekið þátt í neinu starfi. Ég set ekki nafn mitt við þannig öfgar. Ég hef unnið að því síðustu tvö ár að reyna að viðhalda þorpsvitund og samfélagi, þannig að það að ráðast gegn mér ber vott um mikla hugsanavillu og rembu. En þessar deilur hafa óhjákvæmilega afleiðingar í samfélaginu. Það er ekki hægt að taka allt til baka sem sagt er. Sumt hefur orðið og mun alltaf hafa orðið.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira