Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 10:36 Sheeran naut aðstoðar margra af vinsælustu tónlistarmanna heims við gerð plötunnar. Getty/Mike Marsland Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill. Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social. Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name. Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum. Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify. Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill. Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social. Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name. Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum. Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify.
Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira