Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:15 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15
SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19