Ungir drengir slá í gegn með Blóðmör Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 14:56 Þrátt fyrir ungan aldur eru þessir piltar að gera það gott í tónlistarheiminum. Blóðmör Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Segir gott að elska Ara Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Segir gott að elska Ara Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira