Göngutúrinn er fimm hundruð kílómetrar Sigtryggur Ari skrifar 10. júlí 2019 07:00 Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson eftir að hafa komist í hann krappan í Kreppu. Þeir komust yfir að lokum. Fréttablaðið/Sigtryggur ARI „Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira