Hálendisveiðin gengur vel Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2019 09:00 Það er víða veitt á hálendinu og veiðin er góð á flestum svæðum sem við höfum heyrt af og það eru margir til fjalla þessa helgina. Flestir veiðimenn sem sækja í hálendisveiði hafa sótt stíft í Veiðivötn enda er það vatnasvæði líklega eitt það vinsælasta á landinu. Önnur svæði á hálendinu eru þó líka vel sótt og þar má meðal annars nefna Köldukvísl þar sem veiðin í sumar hefur verið virkilega góð og eru flestir á því að það hafi verið svæðinu til mikilla bóta að veitt og sleppt hafi verið tekið upp þar. Kvíslaveitur er svo annað stórt svæði sem er mun minna sótt en þau eiga skilið enda er veiðin þarna oft mjög góð en það þarf aðeins að gefa sér tíma til að læra á svæðið til að finna bestu blettina. Það eru nokkrir staðir þar sem lindarvatn rennur út í jökulvatnið og þar er yfirleitt alltaf fiskur. Hann er misstór eftir því hvar þú ert að veiða og yfirleitt er stærri fiskur þar sem straums gætir á milli vatna. Við höfum þegar heyrt af nokkrum sem eru þar efra við veiðar í dag og þeir hafa gert mjög fína veiði með um það bil 40 fiska á þrjár stangir eftir daginn. Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði
Það er víða veitt á hálendinu og veiðin er góð á flestum svæðum sem við höfum heyrt af og það eru margir til fjalla þessa helgina. Flestir veiðimenn sem sækja í hálendisveiði hafa sótt stíft í Veiðivötn enda er það vatnasvæði líklega eitt það vinsælasta á landinu. Önnur svæði á hálendinu eru þó líka vel sótt og þar má meðal annars nefna Köldukvísl þar sem veiðin í sumar hefur verið virkilega góð og eru flestir á því að það hafi verið svæðinu til mikilla bóta að veitt og sleppt hafi verið tekið upp þar. Kvíslaveitur er svo annað stórt svæði sem er mun minna sótt en þau eiga skilið enda er veiðin þarna oft mjög góð en það þarf aðeins að gefa sér tíma til að læra á svæðið til að finna bestu blettina. Það eru nokkrir staðir þar sem lindarvatn rennur út í jökulvatnið og þar er yfirleitt alltaf fiskur. Hann er misstór eftir því hvar þú ert að veiða og yfirleitt er stærri fiskur þar sem straums gætir á milli vatna. Við höfum þegar heyrt af nokkrum sem eru þar efra við veiðar í dag og þeir hafa gert mjög fína veiði með um það bil 40 fiska á þrjár stangir eftir daginn.
Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði