Fimmtán ára íslenskur drengur talar við geimfara í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 13:00 Íslenskir skátar eru meðal þeirra 50 þúsund skáta sem taka þátt í mótinu vísir/daníel Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir. Geimurinn Krakkar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir.
Geimurinn Krakkar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira