Föstudagsplaylisti Sævars Markúsar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2019 14:30 Fögur kvikmyndatónlist, fágætar perlur og franskar sixtís söngkonur eru meðal þess sem má finna á lagalista Sævars. aðsend Sævar Markús, fatahönnuður sem spilar stundum plötur við sérstök tilefni, er mörgum kunnugur sem mikill gullgrafari meðal íslenskra tónlistaráhugamanna, en hann á umfangsmikið plötusafn og hefur verið iðinn við að grafa upp týnda mola frá gullöld tónlistarsögunnar og deila þeim meðal fólks. Hann segist sjálfur vera mikill safnari og safni mikið af plötum, bókum og antíkmunum af ýmsum toga. Lagasöfn sem Sævar hefur sett saman hafa gengið manna á milli á netinu, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera uppfull af fágætum gersemum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Drungalegar þjóðlagaperlur og skynvillupopp eru þar í fyrirrúmi. Svipaða sögu má segja um Spotify-lista sem Sævar setur saman í tómstundum, og sjaldheyrð lög sem hann hleður inn á Youtube-rásir sínar (sem má nálgast hér og hér). Þessa dagana vinnur hann að því að klára framleiðslu á fatalínu ásamt því að þróa þá næstu. „Ég mun stækka vöruúrval og svo verður einnig hægt að sérpanta flíkur sem verða aðeins sérgerðar. Einnig er verið að vinna að netverslun fyrir flíkurnar og fleira og svo önnur skemmtileg verkefni á teikniborðinu.“ Sævar er virtur fatahönnuður og hefur sem dæmi hannað kjóla fyrir heimsþekktu tónlistarkonuna Melody Prochet úr Melody’s Echo Chamber. Listann segir Sævar vera samansafn af lögum sem finna má í plötusafni sínu og hann hefur verið að hlusta á upp á síðkastið, bæði heima hjá sér og í vinnustofu sinni. „Samt sem áður er þetta bara brot af því, listinn hefði getað orðið mun lengri,“ segir Sævar en listinn er þó ríflegur, heil sjötíu lög. Hann bætir við að hann hafi safnað plötum frá ellefu ára aldri og þyki „fátt skemmtilegra en að rannsaka fyrri tímabil sögunnar, hvort sem það er þá tónlist, myndlist, fornmunir,“ eða þar fram eftir götunum. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sævar Markús, fatahönnuður sem spilar stundum plötur við sérstök tilefni, er mörgum kunnugur sem mikill gullgrafari meðal íslenskra tónlistaráhugamanna, en hann á umfangsmikið plötusafn og hefur verið iðinn við að grafa upp týnda mola frá gullöld tónlistarsögunnar og deila þeim meðal fólks. Hann segist sjálfur vera mikill safnari og safni mikið af plötum, bókum og antíkmunum af ýmsum toga. Lagasöfn sem Sævar hefur sett saman hafa gengið manna á milli á netinu, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera uppfull af fágætum gersemum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Drungalegar þjóðlagaperlur og skynvillupopp eru þar í fyrirrúmi. Svipaða sögu má segja um Spotify-lista sem Sævar setur saman í tómstundum, og sjaldheyrð lög sem hann hleður inn á Youtube-rásir sínar (sem má nálgast hér og hér). Þessa dagana vinnur hann að því að klára framleiðslu á fatalínu ásamt því að þróa þá næstu. „Ég mun stækka vöruúrval og svo verður einnig hægt að sérpanta flíkur sem verða aðeins sérgerðar. Einnig er verið að vinna að netverslun fyrir flíkurnar og fleira og svo önnur skemmtileg verkefni á teikniborðinu.“ Sævar er virtur fatahönnuður og hefur sem dæmi hannað kjóla fyrir heimsþekktu tónlistarkonuna Melody Prochet úr Melody’s Echo Chamber. Listann segir Sævar vera samansafn af lögum sem finna má í plötusafni sínu og hann hefur verið að hlusta á upp á síðkastið, bæði heima hjá sér og í vinnustofu sinni. „Samt sem áður er þetta bara brot af því, listinn hefði getað orðið mun lengri,“ segir Sævar en listinn er þó ríflegur, heil sjötíu lög. Hann bætir við að hann hafi safnað plötum frá ellefu ára aldri og þyki „fátt skemmtilegra en að rannsaka fyrri tímabil sögunnar, hvort sem það er þá tónlist, myndlist, fornmunir,“ eða þar fram eftir götunum.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“