Veitt eru formleg verðlaun í tveimur flokkum; tvíliðaleik og einstaklingsflokki. Verðlaunaféð hleypur á milljörðum króna.
Keppnin í tvíliðaleik fer fram á morgun, laugardag, og stendur yfir fram á kvöld. Einstaklingskeppnin fer svo fram á sunnudag og verður því heimsins besti Fortnite-spilari krýndur á sunnudagskvöld.
Sjá einnig: Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna
Formleg dagskrá hefst þó í dag með tveimur dagskrárliðum. Átta, fjögurra manna lið munu fyrst kljást á óhefðbundnum brautum (e. Creative Game Mode) áður en 50 frægir Fortnite-kappar og 50 atvinnumenn leiða saman hesta sína í því sem kallað er Celebrity Pro-Am.
Meðal þeirra sem munu leika listir síðar í síðarnefnda dagskrárliðnum eru keppendurnir Ninja og Marshmello, sem og Airwaks og RL Grime.
Útsending frá mótinu hefst núna klukkan 16:15 og má fylgjast með henni hér að neðan. Nánar má fræðast um mótið hér.